Myndskeið af íslenskum og kenískum fána vekur athygli

Poppkúltúr | 5. júní 2025

Myndskeið af íslenskum og kenískum fána vekur athygli

TikTok-myndskeið sem sýnir tvo fána, einn íslenskan og hinn kenískan, dregna í fulla stöng á leikskólanum Heklukoti á Hellu hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlasíðunni sívinsælu síðustu daga.

Myndskeið af íslenskum og kenískum fána vekur athygli

Poppkúltúr | 5. júní 2025

Gleði, gleði!
Gleði, gleði! Skjáskot/TikTok

TikTok-myndskeið sem sýnir tvo fána, einn íslenskan og hinn kenískan, dregna í fulla stöng á leikskólanum Heklukoti á Hellu hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlasíðunni sívinsælu síðustu daga.

TikTok-myndskeið sem sýnir tvo fána, einn íslenskan og hinn kenískan, dregna í fulla stöng á leikskólanum Heklukoti á Hellu hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlasíðunni sívinsælu síðustu daga.

Í myndskeiðinu sjást fánarnir blakta í sumargolunni, hlið við hlið, og ekki af ástæðulausu.

Fánarnir voru dregnir í fulla stöng til að fagna afmæli eins leikskólabarnanna, en það er af íslenskum og kenískum ættum, og ef marka má athugasemdir við færsluna þá er þetta gert í hvert sinn sem barn á afmæli í þeirri von um að gera afmælisdaginn enn einstakari.

„Það þarf stórt hjarta til að móta litla hugsuði. Barnið mitt var himinlifandi þegar það var hyllt í skólanum í dag. Þessir kennarar hér eru gull. Asante sana,” skrifaði netverji sem kallar sig vikings.afro við færsluna á TikTok. 

Asante sana má gróflega þýða sem „takk fyrir, ég kann mjög að meta þetta“.

Hátt í 57 þúsund manns hafa nú horft á myndskeiðið og glaðst yfir þessum fallegu gjörðum.

@vikings.afro It takes a big heart to shape little minds. My kid was overjoyed as she was celebrated in school today. these teachers here are gold. Asante sana. #grateful #thankyou #momlife #afmæli #lovingzuri #icelandic ♬ original sound - Dimi

 

 

mbl.is