Trump setur nýtt ferðabann á 12 lönd

Trump setur nýtt ferðabann á 12 lönd

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur undirritað forsetaskipun um ferðabann sem meinar fólki frá tólf ríkjum að koma til Bandaríkjanna.

Trump setur nýtt ferðabann á 12 lönd

Donald Trump Bandaríkjaforseti | 5. júní 2025

Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Donald Trump Bandaríkjaforseti. AFP

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur undirritað forsetaskipun um ferðabann sem meinar fólki frá tólf ríkjum að koma til Bandaríkjanna.

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur undirritað forsetaskipun um ferðabann sem meinar fólki frá tólf ríkjum að koma til Bandaríkjanna.

Trump sagðist knúinn til koma ferðabanninu á í kjölfar hryðjuverkaárásar á gyðinga í Colorado á dögunum þegar 45 ára maður frá Egyptalandi gerði árás að fólki með eldsprengjum sem var saman komið til að krefjast þess að ísraelskir gíslar yrðu látnir lausir á Gasa. 

Hann segir að ferðabannið sé ætlað til að halda öfgafullum íslömskum hryðjuverkamönnum frá Bandaríkjunum.

Ríkin sem bannið nær til eru: Afganistan, Eritrea, Haítí, Íran, Jemen, Lýðveldið Kongó, Líbía, Miðbaugs-Gínea, Mjanmar, Sómalía, Súdan og Tjad.

Að auki verður aðgangur hertur fyrir ríkisborgara frá Búrúndí, Kúbu, Laos, Síerra Leóne, Tógó, Túrkmenistan og Venesúela. Þeir munu enn geta sótt um vegabréfsáritanir til Bandaríkjanna, en munu standa frammi fyrir verulegum takmörkunum og strangari skimunarkröfum.

Vernda þjóðaröryggi og þjóðarhagsmuni

„Nýleg hryðjuverkaárás í Boulder í Colorado hefur undirstrikað þá miklu hættu sem stafar af komu erlendra ríkisborgara sem ekki fara í gegnum nægilega gott skoðunarferli,“ sagði Trump í myndskeiði sem hann birti á samfélagsmiðli sínum, Truth Social.

„Ég verð að grípa til aðgerða til að vernda þjóðaröryggi og þjóðarhagsmuni Bandaríkjanna,“ bætti hann við.

Bannið mun þó ekki eiga við um íþróttamenn sem keppa á HM 2026, sem Bandaríkin halda ásamt Kanada og Mexíkó, sem og Ólympíuleikunum í Los Angeles 2028, samkvæmt skipun Trumps.

Nýja tilskipun Trumps minnir á mjög umdeilda ferðabannið sem hann setti á stuttu eftir að hann setti embættistöku sína í janúar 2017. Á þeim tíma var borgurum sjö landa með að mestu leyti múslima - Íran, Írak, Líbíu, Sómalíu, Súdan, Sýrlandi og Jemen - meinað að koma til Bandaríkjanna.

mbl.is