Vinátta auðjöfursins Elons Musks og Donalds Trumps Bandaríkjaforseta virðist nú hanga á bláþræði. Ástæðan er gagnrýni Musk á stefnumótandi efnahagsfrumvarp Trumps sem liggur nú fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings.
Vinátta auðjöfursins Elons Musks og Donalds Trumps Bandaríkjaforseta virðist nú hanga á bláþræði. Ástæðan er gagnrýni Musk á stefnumótandi efnahagsfrumvarp Trumps sem liggur nú fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings.
Vinátta auðjöfursins Elons Musks og Donalds Trumps Bandaríkjaforseta virðist nú hanga á bláþræði. Ástæðan er gagnrýni Musk á stefnumótandi efnahagsfrumvarp Trumps sem liggur nú fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings.
Musk hefur lýst frumvarpinu sem „viðbjóðslegri andstyggð” og sagt þingmönnum sem kusu með því að skammast sín, en repúblikanar í fulltrúadeild þingsins samþykktu frumvarpið í síðustu viku.
Það á þó eftir að fá samþykkt í öldungadeildinni, þar sem repúblikanar eru einnig í meirihluta.
Í nokkuð óvenjulegum reiðilestri í Hvíta húsinu í dag tjáði Trump sig í fyrsta skipti um ummælin á meðan Friedrich Merz, kanslari Þýskalands, sat þögull við hlið hans.
„Sjáðu til, Elon og ég áttum frábært samband. Ég veit ekki hvort við munum gera það áfram. Ég varð hissa,“ sagði Trump við blaðamenn á skrifstofu sinni og bætti við:
„Ég er mjög vonsvikinn, því Elon þekkir bakgrunn þessa frumvarps betur en næstum því hver sem er. Allt í einu sér hann eitthvað að því.“
Þá sagði Trump að Musk hefði enn sem komið er ekki sagt neitt neikvætt um sig persónulega. „En ég er viss um að það komi næst,“ sagði Trump.
Musk svaraði þessum ummælum forsetans nokkrum mínútum síðar á samfélagsmiðlinum X og sagði fullyrðingar hans „rangar.“
Þá deildi hann myndskeiði af fundinum þar sem Trump hélt því fram að Musk væri ósáttur við klausu í frumvarpinu þar sem kemur fram að hætta eigi að niðurgreiða rafbíla en Musk er forstjóri og eigandi rafbílaframleiðandans Tesla.
Musk sagði í færslunni að Trump mætti alveg halda þeim kafla inni í frumvarpinu en að það væri ósanngjarnt að niðurgreiðslur á jarðefnaeldsneyti fái að vera ósnertar.
Þá sagði hann sömuleiðis að engin löggjöf frá upphafi siðmenningar hafi verið bæði „stór og falleg“ en Repúblikanar hafa kallað frumvarpið „stóra fallega frumvarpið“.
Aðeins vika er síðan að Trump hélt glæsilega kveðjuathöfn í Hvíta húsinu fyrir Musk þegar hann lauk tíma sínum sem leiðtogi hagræðingarteymis bandarísku ríkisstjórnarinnar (DOGE). Þar hrósaði Trump vini sínum ákaflega fyrir störf sín í þágu ríkisins, veitti honum gulllykil sem þakklætisvott og Musk sagðist jafnframt að hann myndi halda áfram að heimsækja Hvíta húsið.
Eftir ummæli Musk á samfélagsmiðlum í dag kveður hins vegar í annan tón hjá Trump. Hann segir nú að hann hafi beðið Musk, sem hann kallar „brjálæðan“, að yfirgefa ríkisstjórn sína og hótar að slíta samningum ríkisstjórnarinnar við Musk.
„Elon var að verða þreytandi, ég bað hann um að fara,“ sagði Trump á sínum eigin samfélagsmiðli, Truth Social, fyrir skömmu. „Auðveldasta leiðin til að spara peninga í fjárhagsáætlun okkar, milljarða og milljarða dollara, er að stöðva ríkisstyrki og samninga við Elon.“