„Áttu við manninn sem hefur misst vitið?“

„Áttu við manninn sem hefur misst vitið?“

Deilur á milli auðugasta manns heimsins, Elons Musks, og valdamesta manns heimsins, Donalds Trumps, virðast ekki enn hafa náð hámarki.

„Áttu við manninn sem hefur misst vitið?“

Donald Trump Bandaríkjaforseti | 6. júní 2025

Aðeins er vika síðan að Trump afhenti Musk gulllykilinn í …
Aðeins er vika síðan að Trump afhenti Musk gulllykilinn í kveðjuskini fyrir vel unnin störf í þágu Bandaríkjanna. AFP/Allison Robbert

Deilur á milli auðugasta manns heimsins, Elons Musks, og valdamesta manns heimsins, Donalds Trumps, virðast ekki enn hafa náð hámarki.

Deilur á milli auðugasta manns heimsins, Elons Musks, og valdamesta manns heimsins, Donalds Trumps, virðast ekki enn hafa náð hámarki.

Nú þegar dagur rís vestanhafs virðist sem svo að engin lognmolla sé í aðsigi í samskiptum þeirra.

Í símtali við ABC-fréttaveituna, nokkrum klukkustundum eftir heiftarleg orðaskipti hans við Elon Musk á samfélagsmiðlum þeirra, virtist Donald Trump forseti merkilega áhyggjulaus vegna deilna þeirra.

Ekki tilbúin að ræða við Musk

Í símtalinu stuttu fyrir klukkan 7, að staðartíma í Washington, í morgun spurði fréttamaður ABC Trump um fréttir þess efnis að hann ætti bókaðan símafund með Musk síðar um daginn.

„Áttu við manninn sem hefur misst vitið?“ spurði Trump og sagðist „ekki sérstaklega“ áhugasamur um að tala við hann eins og er.

Trump sagði að Musk vildi tala við sig en að hann væri ekki tilbúinn að tala við Musk.

mbl.is