Enski leikarinn Christian Bale, sem er best þekktur fyrir hlutverk sín í kvikmyndum á borð við American Psycho, The Fighter og The Dark Knight-trílógíunni, var nær óþekkjanlegur á tökusetti nýjustu myndar sinnar, Madden, í Atlanta í Georgíuríku nú á dögunum.
Enski leikarinn Christian Bale, sem er best þekktur fyrir hlutverk sín í kvikmyndum á borð við American Psycho, The Fighter og The Dark Knight-trílógíunni, var nær óþekkjanlegur á tökusetti nýjustu myndar sinnar, Madden, í Atlanta í Georgíuríku nú á dögunum.
Enski leikarinn Christian Bale, sem er best þekktur fyrir hlutverk sín í kvikmyndum á borð við American Psycho, The Fighter og The Dark Knight-trílógíunni, var nær óþekkjanlegur á tökusetti nýjustu myndar sinnar, Madden, í Atlanta í Georgíuríku nú á dögunum.
Bale fer með hlutverk fótboltaþjálfarans og fyrrverandi eiganda ameríska fótboltaliðsins Oakland Raiders, Al Davis heitins, í kvikmyndinni.
Verðlaunaleikarinn, sem er 51 árs gamall, skartaði nýju útliti á tökusetti myndarinnar en leikarinn, sem er þekktur fyrir þykkt og mikið skegg og dökka lokka, var með þunna ljósa hárkollu, örlítið ýkta andlitsdrætti, nokkrar aukahrukkur og klæddur leðurjakka og útvíðum buxum þegar ljósmyndara People bar að garði.
Bale minnti einna helst á karakter úr The Sopranos í bland við John Travolta í Saturday Night Fever.
Kvikmyndin, sem fjallar um líf og störf NFL-þjálfarans John Madden, skartar einvalaliði leikara. Nicolas Cage leikur titilhlutverkið og er einnig nær óþekkjanlegur í hlutverki sínu.
Með önnur hlutverk fara þau Kathryn Hahn, Sienna Miller og John Mulaney.