Einhugur innan ríkisstjórnarinnar um bókun 35

Alþingi | 6. júní 2025

Einhugur innan ríkisstjórnarinnar að klára bókun 35

Einhugur er innan ríkisstjórnarinnar varðandi það að innleiða bókun 35 áður en að þingstörfum verður frestað og þingheimur fer í sumarfrí. 

Einhugur innan ríkisstjórnarinnar að klára bókun 35

Alþingi | 6. júní 2025

Guðmundur Ari Sigurjónsson segir nauðsynlegt að innleiða bókun 35 sem …
Guðmundur Ari Sigurjónsson segir nauðsynlegt að innleiða bókun 35 sem fyrst. mbl.is/Eyþór

Einhugur er innan ríkisstjórnarinnar varðandi það að innleiða bókun 35 áður en að þingstörfum verður frestað og þingheimur fer í sumarfrí. 

Einhugur er innan ríkisstjórnarinnar varðandi það að innleiða bókun 35 áður en að þingstörfum verður frestað og þingheimur fer í sumarfrí. 

Þetta sagði Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, í samtali við mbl.is niðri á Alþingi núna seinni partinn í dag. 

Önnur umræða um frum­varp Þor­gerðar Katrínar Gunn­ars­dótt­ur ut­an­rík­is­ráðherra er varðar inn­leiðingu á bók­un­ 35 við samn­ing­inn um evr­ópska efna­hags­svæði í ís­lensk­an rétt er á dag­skrá þings­ins í kvöld.

Guðmundur segir allt stefna í langar og líflegar umræður um málið í þingsal en Alþingi samþykkti í dag að þingfundur dagsins myndi standa lengur yfir en vanalega sökum þess að viðbúið er að umræður um málið muni dragast á langinn. 

Einn flokkur vilji stoppa málið

Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra og þingmaður Flokks fólksins, hefur áður sagt að hann telji innleiðingu bókunar 35 vera stjórnarskrárbrot. Hann hefur jafnframt sagt það koma til greina að sitja hjá við atkvæðagreiðslu um málið. 

„Það er mikill einhugur innan ríkisstjórnarinnar að klára þetta mál. Mín tilfinning er sú að það séu búnar að byggjast upp svolítið miklar væntingar til umræðu í þessu máli en ég tel að þetta sé í grunninn einfalt mál,“ segir Guðmundur aðspurður um það hvort ríkisstjórnin gangi í takt í þessu máli. 

Frumvarp sama efnis var á dagskrá seinustu ríkisstjórnar sem sprakk í lok seinasta árs. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þáverandi utanríkisráðherra, hafði fyrirhugað að leggja frumvarpið fram en ekkert varð af því sökum þess að ríkisstjórnin starfaði ekki til loka kjörtímabilsins. 

„Ég reikna í raun ekkert endilega með langri umræðu í þessu máli. Ég tel aðeins einn flokk í stjórnarandstöðunni vera í þeim stellingum að vilja gjörsamlega stoppa málið. Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkurinn voru að fara leggja þetta mál fram í síðustu ríkisstjórn,“ segir Guðmundur.

Mál sem þarf að klára

Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði fyrr í dag í samtali við mbl.is niðri á Alþingi það vekja upp spurningar að leggja áherslu á málið þar sem það væri ekki mjög brýnt að klára það fyrir þinglok. 

Guðmundur segir hinsvegar nauðsynlegt að leggja málið fram, EES-samstarfið sé undir. 

„Þetta er mál sem þarf að leggja fram upp á EES-samstarfið. Það hafa fallið dómar og Hæstiréttur hefur sagt í sínum úrlausnum að það sé nauðsynlegt að klára þessa vinnu til þess að uppfylla EES-samninginn. Þegar æðsta dómstig Íslands hefur úrskurðar sem svo höfum við löggjafarvaldið ekki miklar varnir gegn Eftirlitsstofnun EFTA, þetta er mál sem þarf að klára.“

„Þeir sem eru mest á móti málinu segja um að ræða fullveldisframsal en það felst ekki í þessu. Það er ákveðinn misskilningur sem gætir um þetta mál. Þetta þýðir ekki að evrópsk lög trompi íslensk lög, þetta snýst bara um hvernig við forgangsröðum íslenskum lögum sem að Alþingi samþykkir,“ segir Guðmundur.

mbl.is