Er þetta konan á bak við fjölskylduerjurnar?

Poppkúltúr | 6. júní 2025

Er þetta konan á bak við fjölskylduerjurnar?

Romeo Beckham og Kim Turnbull hafa haldið hvort í sína áttina aðeins nokkrum vikum eftir að þau virtust ástfangin í fimmtugsafmæli David Beckham. Parið hefur verið saman síðan í nóvember á síðasta ári. 

Er þetta konan á bak við fjölskylduerjurnar?

Poppkúltúr | 6. júní 2025

Kim Turnbull er ung fyrirsæta og plötusnúður.
Kim Turnbull er ung fyrirsæta og plötusnúður. Samsett mynd

Romeo Beckham og Kim Turnbull hafa haldið hvort í sína áttina aðeins nokkrum vikum eftir að þau virtust ástfangin í fimmtugsafmæli David Beckham. Parið hefur verið saman síðan í nóvember á síðasta ári. 

Romeo Beckham og Kim Turnbull hafa haldið hvort í sína áttina aðeins nokkrum vikum eftir að þau virtust ástfangin í fimmtugsafmæli David Beckham. Parið hefur verið saman síðan í nóvember á síðasta ári. 

Sambandsslitin eiga að hafa átt sér stað aðeins nokkrum vikum eftir stórafmælið. Mikið var fjallað um veisluna en augljóst var að einn Beckham-bræðranna, Brooklyn, og eiginkona hans, Nicola Peltz, voru ekki viðstödd. Í kjölfarið fór orðrómur af stað um leiðinlegar erjur innan fjölskyldunnar. 

Hver er Kim Turnbull?

Hún er 24 ára gömul, fyrirsæta og plötusnúður frá norðurhluta Lundúna. Hún hefur setið fyrir í auglýsingaherferðum hjá Ellesse, Miu Miu, Fendi og Marc Jacobs. 

Beckham og Turnbull sáust seint á síðasta ári í göngutúrum saman og á stefnumótum í borginni. Síðan þá hefur Turnbull sést ítrekað með Beckham-fjölskyldunni, eins og í afmælisveislum en einnig á tískuvikunni í París til stuðnings tengdamóður sinni, Victoriu Beckham.

Fjölskylduerjurnar eru taldar stafa af því að orðrómur er á kreiki um að Turnbull hafi verið að hitta Brooklyn, bróður Romeo, um tíma. Þetta hefur þó aldrei fengist staðfest en gæti skapað óþægilegar aðstæður við matarborðið ef satt reynist.

Það hefur ekki fengist staðfest að Beckham og Turnbull hafi hætt saman vegna lélegrar stemningar innan fjölskyldunnar.

mbl.is