Framtíð framtíðarnefndar í lausu lofti

Alþingi | 6. júní 2025

Framtíð framtíðarnefndar í lausu lofti

Ekki er ljóst hvað verður um frumvarp sem snýr að því að lengja líf framtíðarnefndar og hækka laun nefndarformanns. 

Framtíð framtíðarnefndar í lausu lofti

Alþingi | 6. júní 2025

Framtíð framtíðarnefndar er í óvissu.
Framtíð framtíðarnefndar er í óvissu. mbl.is/Eyþór

Ekki er ljóst hvað verður um frumvarp sem snýr að því að lengja líf framtíðarnefndar og hækka laun nefndarformanns. 

Ekki er ljóst hvað verður um frumvarp sem snýr að því að lengja líf framtíðarnefndar og hækka laun nefndarformanns. 

Þetta segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, í samtali við mbl.is. 

Þórunn setti frumvarpið á dagskrá í fyrradag en tók það svo síðar af dagskrá þingsins eftir að þingmenn stjórnarandstöðunnar höfðu hreyft verulegum andmælum við efni frumvarpsins.

„Óvíst hver afdrif málsins verða“

„Það er óvíst hver afdrif málsins verða,“ segir Þórunn er hún var aðspurð hvort frumvarpið yrði lagt fram að nýju.

Að óbreyttu verður framtíðarnefnd því lögð niður þann 31. desember næstkomandi samkvæmt gildandi þingskaparlögum.

Frumvarpið sneri að því að breyta þingskaparlögum á þann hátt að nefndin myndi starfa út kjörtímabilið en auk þess hefði Jón Gnarr, formaður nefndarinnar, hlotið 10% álag ofan á þingfararkaup sitt hefði frumvarpið orðið að lögum. 

mbl.is