Gossip Girl-stjarnan Kelly Rutherford og sonur hennar, Hermés Giersch, prýða forsíðuna á nýjasta tölublaði hollensku útgáfu tímaritins Harpers Bazaar.
Gossip Girl-stjarnan Kelly Rutherford og sonur hennar, Hermés Giersch, prýða forsíðuna á nýjasta tölublaði hollensku útgáfu tímaritins Harpers Bazaar.
Gossip Girl-stjarnan Kelly Rutherford og sonur hennar, Hermés Giersch, prýða forsíðuna á nýjasta tölublaði hollensku útgáfu tímaritins Harpers Bazaar.
Rutherford, sem er 56 ára, er hvað þekktust fyrir hlutverk sitt í unglingaþáttaröðinni Gossip Girl en þar fór hún með hlutverk Lily van der Woodsen. Leikkonan hefur látið lítið fyrir sér fara síðustu ár og fór síðast með hlutverk í einum þætti af frönsku þáttaröðinni Escort Boys árið 2023.
Giersch er 18 ára gamall og á hraðri uppleið í fyrirsætubransanum.
Rutherford deildi myndum úr tökunni á Instagram-síðu sinni nú á dögunum og fannst mörgum Giersch sláandi líkur móður sinni.
Giersch er eldra barn Rutherford og fyrrverandi eiginmanns hennar, þýska athafnamannsins Daniel Giersch. Hjónin skildu árið 2009 þegar leikkonan var ófrísk af dóttur þeirra.
Rutherford átti í miklum forsjárdeilum við Giersch og endaði á að missa forræði yfir börnum sínum.