Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra og Inga Rut Gylfadóttir landslagsarkitekt taka sæti í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs. Ný stjórn var kjörin á aðalfundi Miðstöðvarinnar í Grósku þann 3. júní 2025. Katrín og Inga mynda stjórn ásamt Þórunni Hannesdóttur, formanni Félags vöru- og iðnhönnuða, Gísla Arnarsyni í Félagi íslenskra teiknara og Arnari Halldórssyni, sköpunarstjóra og einum af eigendum Brandenburg.
Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra og Inga Rut Gylfadóttir landslagsarkitekt taka sæti í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs. Ný stjórn var kjörin á aðalfundi Miðstöðvarinnar í Grósku þann 3. júní 2025. Katrín og Inga mynda stjórn ásamt Þórunni Hannesdóttur, formanni Félags vöru- og iðnhönnuða, Gísla Arnarsyni í Félagi íslenskra teiknara og Arnari Halldórssyni, sköpunarstjóra og einum af eigendum Brandenburg.
Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra og Inga Rut Gylfadóttir landslagsarkitekt taka sæti í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs. Ný stjórn var kjörin á aðalfundi Miðstöðvarinnar í Grósku þann 3. júní 2025. Katrín og Inga mynda stjórn ásamt Þórunni Hannesdóttur, formanni Félags vöru- og iðnhönnuða, Gísla Arnarsyni í Félagi íslenskra teiknara og Arnari Halldórssyni, sköpunarstjóra og einum af eigendum Brandenburg.
Rósa Dögg Þorsteinsdóttir, ljósahönnuður og Helga Valfells fjárfestir stigu úr stjórn Miðstöðvarinnar á fundinum.
Miðstöð hönnunar og arkitektúrs er í eigu níu félaga en í stjórn sitja fimm manns, þar af þrír aðilar skipaðir úr hluthafahópi og tveir úr atvinnulífi. Stjórn mótar félaginu stefnu og hefur eftirlit með því að henni sé framfylgt, stuðlar að vexti og viðgangi félagsins og hefur yfirumsjón með rekstri. Stjórninni ber að gæta jafnt hagsmuna allra hluthafa.
Fleiri breytingar voru gerðar á aðalfundinum, meðal annars á dómnefnd Hönnunarverðlaunanna. Bergur Finnbogason hönnuður stígur inn í dómnefnd en Halldór Eiríksson, arkitekt AÍ, lauk dómnefndarstörfum.
Ingólfur Freyr Guðmundsson hönnuður var kjörinn í stjórn Hönnunarsjóðs en Helgi Steinar Helgason arkitekt steig úr stjórninni.
Hildur Gunnlaugsdóttir arkitekt og Kristján Schram ráðgjafi stíga ný inn í stjórn HönnunarMars en Nils Wiberg stafrænn hönnuður og Salóme Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri hætta í stjórn hátíðarinnar.
Auður Gná Ingvarsdóttir vöruhönnuður tekur sæti í úthlutunarnefnd hönnunarlauna en Erla Björk Baldursdóttir frá Fatahönnunarfélagi Íslands stígur úr nefndinni.
Þá voru einnig kjörnir nýir fulltrúar Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs í úthlutunarnefnd menningar- og íþróttaráðs Reykjavíkurborgar. Ný inn koma Búi Bjarmar Aðalsteinsson, vöruhönnuður FVI, og Rósa Dögg Þorsteinsdóttir, ljósahönnuður FHI.