Konur sem eru „of“ kynþokkafullar

Konur sem eru „of“ kynþokkafullar

Ég hef oft velt fyrir mér tilhneigingu sumra kvenna til að vilja hafa kynsystur sínar innan tiltekins ramma. Eins og þeim þyki óþægilegt ef einhver þeirra er utan hans. Konur sem hafa orðið fyrir harðri gagnrýni eru eflaust þær sem gera út á útlitið, en af einhverjum óskiljanlegum ástæðum virðist það fara í taugarnar á fólki, einkum þessum konum. Gott dæmi er femínistar og fegurðarsamkeppnir.

Konur sem eru „of“ kynþokkafullar

Guðrún Sæmundsen skrifar | 6. júní 2025

Getur kynþokki í ákveðinni mynd orðið óþægilegur fyrir konur?
Getur kynþokki í ákveðinni mynd orðið óþægilegur fyrir konur? Samsett mynd/Árni Sæberg/Youtube

Ég hef oft velt fyrir mér tilhneigingu sumra kvenna til að vilja hafa kynsystur sínar innan tiltekins ramma. Eins og þeim þyki óþægilegt ef einhver þeirra er utan hans. Konur sem hafa orðið fyrir harðri gagnrýni eru eflaust þær sem gera út á útlitið, en af einhverjum óskiljanlegum ástæðum virðist það fara í taugarnar á fólki, einkum þessum konum. Gott dæmi er femínistar og fegurðarsamkeppnir.

Ég hef oft velt fyrir mér tilhneigingu sumra kvenna til að vilja hafa kynsystur sínar innan tiltekins ramma. Eins og þeim þyki óþægilegt ef einhver þeirra er utan hans. Konur sem hafa orðið fyrir harðri gagnrýni eru eflaust þær sem gera út á útlitið, en af einhverjum óskiljanlegum ástæðum virðist það fara í taugarnar á fólki, einkum þessum konum. Gott dæmi er femínistar og fegurðarsamkeppnir.

Getur kynþokki í ákveðinni mynd orðið óþægilegur fyrir konur? Ætli klæðnaður sem sýni mikið eða mikill farði sé sá kynþokki sem konur telja að höfði til karlmanna og verði þar með varhugaverður í augum þeirra? Getur kona sem sýnir það sem hún hefur og fær út á það athygli stuðað kynsystur sínar?

Frá Ungfrú Ísland í apríl á þessu ári.
Frá Ungfrú Ísland í apríl á þessu ári. Skjáskot/Youtube

Út frá sögulegum staðreyndum hafa konur sótt í að laða að og halda í góða menn, sem þóttu afbragðs fyrirvinna og gátu því séð fyrir börnum og búi. Gögn hafa sýnt fram á að börn úr þannig hjónaböndum komist betur af í lífinu. Í dag er því aðeins öðruvísi farið því konur eru á vinnumarkaði og geta haft það ansi fínt einar á báti, með börnin sín. Hins vegar breytir það leiknum hvort um ræðir tvöfalda eða einfalda innkomu.

Það er enn keppnisatriði að ná í góðan maka og samkeppnin getur orðið hörð.

Ein leið í samkeppni um góðan maka er að sverta mannorð keppinautarins. Kannski hefur ótti kvenna um að önnur skari fram úr tekið sér bólfestu í kynslóðunum?

Slúðurtækni kvenna getur verið útsmogin.
Slúðurtækni kvenna getur verið útsmogin. Ben White/Unsplash

Slúðurtækni kvenna

Niðurstöður úr rannsókn Taniu Reynolds, doktorsnema við sálfræðideild Háskólans í Flórída (FSU), sýna að fullorðnar konur nota gjarnan sömu slúðurtækni og unglingsstúlkur til að sverta mannorð annarra kvenna með því markmiði að ná forskoti í samböndum sínum við hitt kynið.

Niðurstöður úr rannsókn Reynolds, sem skiptist í fimm kafla, gefa til kynna að slúður hafi vissulega afleiðingar því orðspor konu spáir fyrir um aðgang hennar að ástarsamböndum, vináttu og faglegu samstarfi. Rannsóknin sýnir að slúður geti haft veruleg áhrif á félagslega skynjun, þ.e. hvernig aðrir sjá konuna.

Til að konur virki ekki sem algjörir bavíanar setja þær gjarnan slúðrið í búning til að geta gasprað um kynsystur sína óháð því hvort þeim líkar hún eða ekki. Þannig virðast þær bera umhyggju fyrir henni og hafa af henni áhyggjur, þótt undirliggjandi fyrirætlan sé að deila óhróðri um viðkomandi.

Keppnin er hörð í leitinni að góðum maka.
Keppnin er hörð í leitinni að góðum maka. bruce mars/Unsplash
Fullorðnar konur nota gjarnan sömu slúðurtækni og unglingsstúlkur til að …
Fullorðnar konur nota gjarnan sömu slúðurtækni og unglingsstúlkur til að sverta mannorð annarra kvenna. Ben White/Unsplash

Pamela Anderson

Í minningunni sit ég fyrir framan sjónvarpið á laugardagskvöldi 1994. Tólf ára ég, sem spilaði fótbolta í öllum mínum frítíma, beið spennt eftir Strandvörðum (e. Baywatch), í Fjölnisgalla, með teina og hárið skipt fyrir miðju. Það þýddi ekkert að skrópa í sjónvarpsglápið enda aðeins línuleg dagskrá í boði.

Minningin er lífleg enda vantaði ekki fjörið. Fyrr um daginn henti ég kassettutækinu hans stóra bróður míns niður stigana heima svo það fór í tætlur því hann hafði í laumi tekið mig upp vera að syngja inni í herbergi – það er efni í annan pistil.

Strandverðir – þáttaröð um strandverði í Kaliforníu – er hugsanlega með verra sjónvarpsefni sem gert hefur verið. Fólk sem leikur drukknun í sjó en lítur út eins og það sé að busla í baði. Ein leikkonan bar þó af, engin önnur en Pamela Anderson, kyntákn tíunda áratugarins. Hægmyndin er ljóslifandi; þegar hún hljóp í fjöruborðinu á rauða sundbolnum með síða, ljósa og villta hárlokka sem dönsuðu við axlirnar.

Pamela Anderson þá og nú. Á myndinni til vinstri þegar …
Pamela Anderson þá og nú. Á myndinni til vinstri þegar hún lék í Strandvörðum og til hægri þegar hún mætti á tískuvikuna í París, 2023. Samsett mynd/Instagram

Með öðru auganu fylgdist ég með Pamelu í gegnum árin, sambandi hennar við rokkstjörnuna Tommy Lee, barneignum, misheppnuðum kvikmyndaleik og hnignun frægðarsólar hennar. Hún var djörf, sat fyrir í Playboy fyrir tíma Strandvarða, var oft klæðalítil og með mikinn farða og átti undir högg að sækja. Ágætis dæmi um konu sem er ögrandi og fer út fyrir rammann.

Þegar heimildarmyndin um hana, Pamela, A Love Story, kom á Netflix í janúar 2023 horfði ég vitaskuld á hana með athygli. Í öllum viðtölum í myndinni ber hún engan eða algjöran lágmarksfarða og „kemur til dyranna eins og hún er klædd“. Það var svo á tískuvikunni í París í september sama ár sem hún var ljósmynduð í bak og fyrir, í glæsilegum kjól, komin á miðjan sextugsaldur og aftur með nánast engan farða. Og fólk hélt ekki vatni yfir henni.

Hvað vakti svo mikla aðdáun á útliti hennar þarna samanber útlit hennar á tíunda áratugnum sem virtist gera lítt annað en stuða fólk?

Annað dæmi um kyntákn er Anna Nicole Smith, sem lést …
Annað dæmi um kyntákn er Anna Nicole Smith, sem lést af of stórum skammti árið 2007, þá aðeins 39 ára gömul. Skjáskot/Youtube

Karllægur heimur eða kvennaheimur

Ásdís Ósk Jóelsdóttir, lektor í textíl og hönnun við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, var viðmælandi minn í afmælisútgáfu Smartlandsblaðsins. Hún sagði m.a. að þarna birtist Pamela í ákveðinni andtísku gegn karllægum öflum og afneitaði einhverju sem karlmenn hefðu heldur viljað sjá. Konur sem væru ómálaðar öðluðust ákveðið vald og gætu um leið orðið traustvekjandi.

Enda sagði Pamela í viðtölum eftir tískuvikuna að henni hefði fundist hún frjáls og að í þessu fælist einnig uppreisn. Gat heimurinn, sem tók andköf yfir henni áður fyrr, nú andað léttar?

Kynþokki er vitaskuld afstætt hugtak, eins og Ásdís kom inn á í viðtalinu. Þá velti ég fyrir mér hvort þetta snúi aðeins um að brjótast úr þeim heimi sem karlmenn hafi skapað. Getur verið að einhverjar konur hafi prísað sig sælar um að loksins hafi kyntákn eins og Pamela fært sig innan rammans?

mbl.is