Starfsáætlun Alþingis út um þúfur

Alþingi | 6. júní 2025

Starfsáætlun Alþingis út um þúfur

Starfsáætlun Alþingis hefur verið felld úr gildi. Samkvæmt starfsáætluninni voru þinglok á dagskrá á föstudaginn í næstu viku, þann 13. júní, en nú er óljóst hvenær þau verða. 

Starfsáætlun Alþingis út um þúfur

Alþingi | 6. júní 2025

Óvissa er um það hvenær þinglok verða.
Óvissa er um það hvenær þinglok verða. Morgunblaðið/Eggert

Starfsáætlun Alþingis hefur verið felld úr gildi. Samkvæmt starfsáætluninni voru þinglok á dagskrá á föstudaginn í næstu viku, þann 13. júní, en nú er óljóst hvenær þau verða. 

Starfsáætlun Alþingis hefur verið felld úr gildi. Samkvæmt starfsáætluninni voru þinglok á dagskrá á föstudaginn í næstu viku, þann 13. júní, en nú er óljóst hvenær þau verða. 

Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, sjötti varaforseti Alþingis, greindi frá þessu nú í kvöld eftir að þingfundur hófst að nýju að loknu hléi. 

„Forseti hefur nú síðdegis átt fund með forsætisnefnd og formönnum þingflokka og gert þeim grein fyrir því að starfsáætlun þingsins hafi verið tekin úr sambandi,“ sagði Kolbrún úr forsetastól þingsins. 

Mörg mál liggja fyrir á þinginu og hafa þingmenn bent á það seinustu daga og vikur að óraunhæft hafi verið að klára þingstörf á tilsettum tíma. 

mbl.is