Hátt settur embættismaður í Hvíta húsinu í Washington gerði lítið úr vangaveltum þessi efnis að Donald Trump Bandaríkjaforseti og Elon Musk muni jafn sinn ágreining eftir eftir að það sló í brýnu á milli þeirra í vikunni.
Hátt settur embættismaður í Hvíta húsinu í Washington gerði lítið úr vangaveltum þessi efnis að Donald Trump Bandaríkjaforseti og Elon Musk muni jafn sinn ágreining eftir eftir að það sló í brýnu á milli þeirra í vikunni.
Hátt settur embættismaður í Hvíta húsinu í Washington gerði lítið úr vangaveltum þessi efnis að Donald Trump Bandaríkjaforseti og Elon Musk muni jafn sinn ágreining eftir eftir að það sló í brýnu á milli þeirra í vikunni.
Embættismaðurinn segir að Trump hafi ekki í hyggju að hringja í milljarðamæringinn og fyrrverandi ráðgjafa.
Trump skaut fast á Musk og sagði að hann hefði „misst vitið“.
Þá þótti það vera afar táknrænt og til marks um vinslit þeirra að Trump kvaðst vera að íhuga að selja eða gefa Tesla-bifreið sem hann hafði keypt til að sýna Musk stuðning í kjölfar mótmæla gegn fyrirtækinu.
Allt fór í háaloft í gær þegar Trump sagðist vera „mjög vonsvikinn“ með Musk og hótaði að slíta samningum ríkisins við hann eftir að Musk hafði gagnrýnt fjárlagafrumvarp forsetans sem hann kallaði „viðurstyggð“.
Fréttir höfðu borist um að Musk og Trump myndu ræða saman í síma í dag til að reyna að jafna ágreininginn en talsmaður Hvíta hússins kvað niður allar slíkar vangaveltur.
„Forsetinn hefur ekki í hyggju að ræða við Musk í dag,“ sagði háttsettur embættismaður í Hvíta húsinu við AFP þegar hann var spurður út í málið.
Trump sagði í símtali við ABC-útvarpsstöðina fyrr í dag að hann væri „ekki sérstaklega áhugasamur“ um að tala við Musk.
„Áttu við manninn sem hefur misst vitið?“ vitnaði ABC í Trump.