Upplýst um dánarorsök leikarans

Poppkúltúr | 6. júní 2025

Upplýst um dánarorsök leikarans

Búið er að tilgreina dánarorsök bandaríska leikarans George Wendt sem lést í svefni á heimili sínu í Los Angeles þriðjudaginn 20. maí síðastliðinn, 76 ára að aldri.

Upplýst um dánarorsök leikarans

Poppkúltúr | 6. júní 2025

George Wendt í hlutverki sínu sem Norm í Staupasteini.
George Wendt í hlutverki sínu sem Norm í Staupasteini.

Búið er að tilgreina dánarorsök bandaríska leikarans George Wendt sem lést í svefni á heimili sínu í Los Angeles þriðjudaginn 20. maí síðastliðinn, 76 ára að aldri.

Búið er að tilgreina dánarorsök bandaríska leikarans George Wendt sem lést í svefni á heimili sínu í Los Angeles þriðjudaginn 20. maí síðastliðinn, 76 ára að aldri.

Wendt, einna þekktastur fyrir hlutverk sitt sem barflugan Norm Peterson í sjónvarpsþáttunum Staupasteini, eða Cheers, lést úr hjartastoppi.

Leikarinn lætur eftir sig eiginkonu, leikkonuna Bernadette Birkett sem hann giftist árið 1978, og þrjú uppkomin börn.

Leikararnir úr Staupasteini komu saman á Emmy-verðlaunahátíðinni í fyrra. Frá …
Leikararnir úr Staupasteini komu saman á Emmy-verðlaunahátíðinni í fyrra. Frá vinstri eru Ted Danson, Rhea Perlman, Kelsey Grammer, John Ratzenberger og George Wendt. AFP/Kevin Winter
mbl.is