Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra, Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra, sem saman mynda Valkyrjurnar, byrjuðu daginn á jákvæðum nótum og dönsuðu fyrir Duchenne.
Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra, Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra, sem saman mynda Valkyrjurnar, byrjuðu daginn á jákvæðum nótum og dönsuðu fyrir Duchenne.
Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra, Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra, sem saman mynda Valkyrjurnar, byrjuðu daginn á jákvæðum nótum og dönsuðu fyrir Duchenne.
Þorgerður Katrín deildi skemmtilegu myndskeiði af þeim stöllum í story á Instagram-síðu sinni en þar sjást þær tjútta í takt við lagið The A-Ö of Iceland með Steinþóri Hróari Steinþórssyni, eða Steinda Jr. eins og hann er jafnan kallaður.
Ef marka má myndskeiðið þá voru Valkyrjurnar í miklu dansstuði og það má með sanni segja að hæfileikarnir hafi ekki látið á sér standa.
Mæðginin, Hulda Björk Svansdóttir og Ægir Þór Sævarsson, sem glímir við Duchenne-sjúkdóminn, hafa heillað landsmenn upp úr skónum með skemmtilegum dansmyndskeiðum sem þau deila á hverjum föstudegi á samfélagsmiðlum. Þau fá hina og þessa til að taka þátt í danspartíinu í hverri viku og var nú komið að Valkyrjunum.
Duchenne er ólæknandi vöðvarýrnunarsjúkdómur sem lýsir sér í vöðvamáttleysi. Sjúkdómurinn er framsækinn og smám saman rýrna allir meginvöðvar líkamans.