Viltu sofa í gula húsinu á Sauðárkróki?

Viltu sofa í gula húsinu á Sauðárkróki?

Á Sauðárkróki er fallegt gamaldags hús í gulum lit auglýst til skammtímaleigu. Húsið rúmar sex gesti í þremur svefnherbergjum. 

Viltu sofa í gula húsinu á Sauðárkróki?

Norðurland í öllu sínu veldi | 6. júní 2025

Gula húsið er krúttleg gisting á Sauðárkróki.
Gula húsið er krúttleg gisting á Sauðárkróki. Samsett mynd

Á Sauðárkróki er fallegt gamaldags hús í gulum lit auglýst til skammtímaleigu. Húsið rúmar sex gesti í þremur svefnherbergjum. 

Á Sauðárkróki er fallegt gamaldags hús í gulum lit auglýst til skammtímaleigu. Húsið rúmar sex gesti í þremur svefnherbergjum. 

Húsið er vel staðsett fyrir þá sem vilja njóta lífsins á Sauðárkróki og geta jafnvel labbað á helstu veitingastaði bæjarins. Það er staðsett fyrir aftan kirkjuna og steinsnar frá bakaríinu sem allir elska.

Húsið er innréttað í gömlum stíl sem gefur skemmtilega tilfinningu fyrir ferðina. 

Húsgögnin eru gömul en passa vel inn í húsið.
Húsgögnin eru gömul en passa vel inn í húsið. Skjáskot/AirBnb
Munir eins og þessi vigt falla vel inn í umhverfið.
Munir eins og þessi vigt falla vel inn í umhverfið. Skjáskot/AirBnb
Hlýlegt svefnherbergi.
Hlýlegt svefnherbergi. Skjáskot/Airbnb
Þarna getur verið gott að sitja í góðu veðri.
Þarna getur verið gott að sitja í góðu veðri. Skjáskot/Airbnb
mbl.is