„Umræðan um bókun 35 hélt áfram og öll önnur mál voru tekin af dagskrá,“ segir Vilhjálmur Árnason, varaþingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og ritari flokksins, af umræðu þingsins um bókunina umdeildu við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið sem rædd var daglangt á þingi í dag.
„Umræðan um bókun 35 hélt áfram og öll önnur mál voru tekin af dagskrá,“ segir Vilhjálmur Árnason, varaþingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og ritari flokksins, af umræðu þingsins um bókunina umdeildu við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið sem rædd var daglangt á þingi í dag.
„Umræðan um bókun 35 hélt áfram og öll önnur mál voru tekin af dagskrá,“ segir Vilhjálmur Árnason, varaþingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og ritari flokksins, af umræðu þingsins um bókunina umdeildu við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið sem rædd var daglangt á þingi í dag.
„Það eru enn sjö á mælendaskrá þannig að málið kláraðist ekki og ekkert benti til þess að það væri að klárast í bráð, þetta var almenn umræða og ekkert nýtt, óvænt eða sérstakt í henni,“ segir varaþingflokksformaðurinn og kveðst undrast vinnubrögð ríkisstjórnarinnar.
„Það er skrýtið hjá ríkisstjórninni að setja þetta á dagskrá í gær þegar þetta var búið að liggja tilbúið í þinginu í tvo mánuði,“ segir hann.
Aðspurður kveðst Vilhjálmur ekki bjartsýnn á að umræðunni ljúki fyrir sumarfrí þingsins. „Ég er nú ekki bjartsýnn á að hún fari í gegn ætli ríkisstjórnin að klára þingið í bráð, ég hugsa að við verðum bara komin með þetta aftur í haust,“ segir Vilhjálmur Árnason varaþingflokksformaður.