Þegar rithöfundurinn Melissa Febos hætti í langtímasambandi sór hún þess eið að verja að minnsta kosti þremur mánuðum í að stunda ekki kynlíf. Kynlífsbindindið sem átti að vara í þrjá mánuði entist svo í heilt ár og það kom henni mjög á óvart hvað hún lærði mikið af reynslunni. Febos segir frá reynslunni í pistli á The Stylist.
Þegar rithöfundurinn Melissa Febos hætti í langtímasambandi sór hún þess eið að verja að minnsta kosti þremur mánuðum í að stunda ekki kynlíf. Kynlífsbindindið sem átti að vara í þrjá mánuði entist svo í heilt ár og það kom henni mjög á óvart hvað hún lærði mikið af reynslunni. Febos segir frá reynslunni í pistli á The Stylist.
Þegar rithöfundurinn Melissa Febos hætti í langtímasambandi sór hún þess eið að verja að minnsta kosti þremur mánuðum í að stunda ekki kynlíf. Kynlífsbindindið sem átti að vara í þrjá mánuði entist svo í heilt ár og það kom henni mjög á óvart hvað hún lærði mikið af reynslunni. Febos segir frá reynslunni í pistli á The Stylist.
„Þegar ég hafði verið skírlíf í nokkra mánuði mætti ég í útgáfuhóf, öll uppstríluð og andrúmsloftið þannig að auðvelt hefði verið að lenda á séns. Ég hafði þó ekki áhuga. Ég fór að tala við eina lesbíu og fann að eitthvað var að gerjast á milli okkar. Fyrst gagntók spennan mig en vissi að þetta myndi alltaf enda með vonbrigðum því ég var í raun ekki hrifin af henni. Þetta var bara spenna frá einhverjum mögulegum eltingarleik. Þá tók ég eftir að þegar við vorum að spjalla þá var hún í raun ekki að meðtaka það sem ég var að segja.“
„Reynslan hefur nefnilega kennt mér að þegar fólk er að kynnast þá er auðvelt að greina hvort fólk sé bara í einhverjum eltingargír og að leitast að vímunni sem fæst þegar bráðinni er náð eða hvort það hafi raunverulegan áhuga á fólkinu sem það er að tala við.“
„Skírlífið gerði mig svo næma fyrir þessu að ég gat greint þetta strax, jafnvel úr mikilli fjarlægð, hverjir voru á höttunum eftir nýjum líkama og hverjir voru raunverulega að sýna manneskjunni áhuga.“
„Fyrir þessu eru eðlilegar skýringar sem tengjast hormónastarfsemi og þvíumlíkt. Þar sem þörfin til þess að fá þessa alsælutilfinningu var ekki til staðar hjá mér þá gat ég séð skýrar hvernig fólk leiddist áfram í þessari sæluleit næstum eins og vélmenni. Mér varð ljóst að það var ekki eftirsóknarvert að vera elt af slíku vélmenni. Þetta opnaði augu mín og var eins og opinberun, eins og að fatta að peningar eru bara úr pappír.“
„Oft fann ég þessa spennu en hún fjaraði alltaf fljótt út. Fólkið sem ég laðaðist að sá mig ekki. Það sá aðeins einhvern sem gæti satt hungrið þeirra tímabundið. Ekkert meir. Ég þurfti skírlífið til þess að átta mig á þessu.“