Sér ekki hvernig menn ætla að klára þingið

Alþingi | 7. júní 2025

Sér ekki hvernig menn ætla að klára þingið

„Ég myndi bara segja það að það er eitthvert örlítið samtal byrjað, en ég persónulega sé bara ekki hvernig menn ætla að klára þetta, ég átta mig ekki á því,“ segir Stefán Vagn Stefánsson varaþingflokksformaður Framsóknarflokksins við mbl.is um komandi þinglok föstudaginn 13. júní.

Sér ekki hvernig menn ætla að klára þingið

Alþingi | 7. júní 2025

Stefán Vagn Stefánsson varaþingflokksformaður Framsóknarflokksins á erfitt með að gera …
Stefán Vagn Stefánsson varaþingflokksformaður Framsóknarflokksins á erfitt með að gera sér í hugarlund hvernig Alþingi fari í sumarfrí á föstudaginn miðað við gang mála. mbl.is/Eyþór

„Ég myndi bara segja það að það er eitthvert örlítið samtal byrjað, en ég persónulega sé bara ekki hvernig menn ætla að klára þetta, ég átta mig ekki á því,“ segir Stefán Vagn Stefánsson varaþingflokksformaður Framsóknarflokksins við mbl.is um komandi þinglok föstudaginn 13. júní.

„Ég myndi bara segja það að það er eitthvert örlítið samtal byrjað, en ég persónulega sé bara ekki hvernig menn ætla að klára þetta, ég átta mig ekki á því,“ segir Stefán Vagn Stefánsson varaþingflokksformaður Framsóknarflokksins við mbl.is um komandi þinglok föstudaginn 13. júní.

Bendir Stefán á mörg, stór og flókin þingmál sem nú bíði afgreiðslu á innan við viku. „Þetta eru ofboðslega umdeild mál og það verður bara mjög snúið að koma þessu saman,“ segir hann.

Grásleppa, búvörulög og kílómetragjald

„Við eigum eftir að ræða strandveiðarnar, við erum að ræða bókun 35 í annarri umræðu, við eigum eftir að ræða fjáraukalögin, við eigum eftir að ræða fjármálaáætlun, við eigum eftir að ræða grásleppuna, við eigum eftir að ræða búvörulögin og kílómetragjaldið. Ég nefni hérna bara nokkur mál sem eru mjög pólitísk og stjórnarandstaðan hefur áhyggjur af,“ segir Stefán Vagn enn fremur og lýkur máli sínu:

„Auðvitað hefur á endanum alltaf verið samið, en ég veit ekki hvernig menn ætla að gera þetta.“

mbl.is