Hundruð þjóðvarðliða á götum Los Angeles

Hundruð þjóðvarðliða á götum Los Angeles

Hundruð þjóðvarðliða eru nú í Los Angeles-borg vegna mótmæla samkvæmt fyrirmælum Donalds Trump Bandaríkjaforseta, gegn óskum ríkisstjóra Kaliforníu.

Hundruð þjóðvarðliða á götum Los Angeles

Donald Trump Bandaríkjaforseti | 8. júní 2025

Vopnaðir lögreglumenn og hermenn Þjóðvarðliðsins fyrir utan gæsluvarðhaldsfangelsi í miðborg …
Vopnaðir lögreglumenn og hermenn Þjóðvarðliðsins fyrir utan gæsluvarðhaldsfangelsi í miðborg Los Angeles í dag. AFP/Frederic J. Brown

Hundruð þjóðvarðliða eru nú í Los Angeles-borg vegna mótmæla samkvæmt fyrirmælum Donalds Trump Bandaríkjaforseta, gegn óskum ríkisstjóra Kaliforníu.

Hundruð þjóðvarðliða eru nú í Los Angeles-borg vegna mótmæla samkvæmt fyrirmælum Donalds Trump Bandaríkjaforseta, gegn óskum ríkisstjóra Kaliforníu.

Bandaríski herinn sagði að 300 hermenn hefðu verið sendir á þrjá staði í Los Angeles-svæðinu og væru að „sinna öryggi og vernd á alríkiseignum og starfsfólki“.

Sjá má hermenn klædda í felulitum með hjálma á höfði og með sjálfvirk vopn í höndum fyrir framan alríkisbyggingar í borginni.

Mótmælin brutust út vegna handtöku innflytjendastofnunarinnar ICE á tugum farandverkamanna og hafa staðið yfir í tvo daga. Átök hafa brotist út á milli mótmælenda og óeirðalögreglu og hefur lögregla meðal annars notast við táragas.

Þjóðvarðliðsmenn í Miðborg Los Angeles.
Þjóðvarðliðsmenn í Miðborg Los Angeles. AFP/Frederic J. Brown

Fyrsta skipti síðan 1965

Þjóðvarðliðið er oft kallað út í náttúruhamförum og stundum við borgaralegar óeirðir en næstum alltaf með samþykki yfirvalda í viðeigandi ríkjum.

Þetta er í fyrsta skipti síðan árið 1965 sem Bandaríkjaforseti hefur sent út þjóðvarðlið án beiðni frá ríkisstjóra.

Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, mótmælti ákvörðun Bandaríkjaforseta og sagði hana „vísvitandi ögrun“

„Trump er að senda 2.000 þjóðvarðliða inn í LA-sýslu – ekki til að mæta óuppfylltri þörf, heldur til að búa til hættuástand,“ skrifaði Newsom á samfélagsmiðlinum X í dag.

„Til fjandans með ICE. Mannræningjar.“
„Til fjandans með ICE. Mannræningjar.“ AFP/Frederic J. Brown
mbl.is