Sendir hermenn þjóðvarðliðsins til Los Angeles

Sendir hermenn þjóðvarðaliðsins til Los Angeles

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sent tvö þúsund hermenn úr þjóðvarðliði Kaliforníu á götur Los Angeles vegna mótmæla gegn aðgerðum innflytjendastofnunarinnar ICE. 

Sendir hermenn þjóðvarðaliðsins til Los Angeles

Donald Trump Bandaríkjaforseti | 8. júní 2025

Stórt samfélag innflytjenda býr í Los Angeles og eru á …
Stórt samfélag innflytjenda býr í Los Angeles og eru á meðal mótmælenda. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sent tvö þúsund hermenn úr þjóðvarðliði Kaliforníu á götur Los Angeles vegna mótmæla gegn aðgerðum innflytjendastofnunarinnar ICE. 

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sent tvö þúsund hermenn úr þjóðvarðliði Kaliforníu á götur Los Angeles vegna mótmæla gegn aðgerðum innflytjendastofnunarinnar ICE. 

Óvanalegt er að forsetinn gefi út slíka tilskipun og sagði Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, aðgerðina „vísvitandi ætlað að ýfa upp tilfinningar“ og einungis hella olíu á eldinn. 

Mótmælin brutust út vegna handtöku ICE á tugum farandverkamanna og hafa staðið yfir í tvo daga. Átök hafa brotist út á milli mótmælenda og óeirðalögreglu og hefur lögregla meðal annars notast við táragas. 

Mótmælin brutust út vegna handtöku ICE á tugum farandverkamanna og …
Mótmælin brutust út vegna handtöku ICE á tugum farandverkamanna og hafa staðið yfir í tvo daga. AFP

„Trump forseti hefur undirritað minnisblað um að senda tvö þúsund hermenn þjóðvarðliðsins til þess að takast á við þá lögleysu sem hefur fengið að grassera,“ sagði Karoline Leavitt, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins. Hún sagði „ráðlausa“ demókratíska leiðtoga Kaliforníu bera ábyrgðina. 

„Stefna ríkisstjórnar Trumps kveður skýrt á um ekkert umburðarlyndi gagnvart glæpsamlegu athæfi og ofbeldi, sérstaklega þegar ofbeldið beinist að löggæslumönnum sem reyna að sinna störfum sínum.“

„Vill sjónarspil“

Þjóðvarðliðið sinnir oft náttúruhamförum, eins og í kjölfar skógareldanna í Los Angeles. Liðið aðstoðar stundum við borgaralegar óeirðir, en næstum alltaf með samþykki stjórnmálamanna Kaliforníu. Það er hins vegar ekki raunin nú.

„Ríkisstjórnin er að taka yfir þjóðvarðliðið í Kaliforníu og senda tvö þúsund hermenn til Los Angeles – ekki vegna þess að það er skortur á löggæslu, heldur vegna þess að hún vill sjónarspil. Ekki gefa þeim það. Ekki notast við ofbeldi. Látið í ykkur heyra á friðsamlegan hátt,“ sagði í færslu Newsom ríkisstjóra á X. Hann hefur verið einkar gagnrýninn á Trump. 

Samkvæmt yfirvöldum í Los Angeles verða hermennirnir komnir til borgarinnar „innan næstu 24 klukkustunda“.

Kveikt í bíl á götum borgarinnar.
Kveikt í bíl á götum borgarinnar. AFP
mbl.is