„Hann er bara besta dæmið um þetta“

Edrúland | 9. júní 2025

„Hann er bara besta dæmið um þetta“

Einstaklingar í fangelsi eiga það til að upplifa tímann þar inni sem geymslutíma. Þar þyrfti að vera skilvirkt kerfi sem myndi nýta þennan tíma til að meta og hjálpa einstaklingunum að verða betri menn, í staðinn fyrir að spila tölvuleiki í tvö ár og koma svo aftur út í sama far.

„Hann er bara besta dæmið um þetta“

Edrúland | 9. júní 2025

Einstaklingar í fangelsi eiga það til að upplifa tímann þar inni sem geymslutíma. Þar þyrfti að vera skilvirkt kerfi sem myndi nýta þennan tíma til að meta og hjálpa einstaklingunum að verða betri menn, í staðinn fyrir að spila tölvuleiki í tvö ár og koma svo aftur út í sama far.

Einstaklingar í fangelsi eiga það til að upplifa tímann þar inni sem geymslutíma. Þar þyrfti að vera skilvirkt kerfi sem myndi nýta þennan tíma til að meta og hjálpa einstaklingunum að verða betri menn, í staðinn fyrir að spila tölvuleiki í tvö ár og koma svo aftur út í sama far.

Þetta er meðal þess sem Daní­el Rafn Guðmunds­son, gest­ur Dag­mála mbl.is, seg­ir í umræðum um fang­els­is­mál lands­ins. Sjálfur hefur Daní­el verið edrú í 10 ár og fer í dag með trú­ar­leg­an boðskap inn í fang­els­in og gegn­ir þar einnig jafn­ingja­hlut­verki.

Tekur hann dæmi um Ásgeir Þór Nor­dgu­len, sem einnig hefur snúið við blaðinu. Ásgeir hefur deilt reynslu sinni af fangelsiskerfinu og sagst hafa upplifað að vera settur í geymslu og verið svo aft­ur á sama stað þegar hann kom út.

„Hann er bara besta dæmið um þetta,“ segir Daníel um Ásgeir og vísar í hvað jafningjafræðsla og stuðningur innan fangelsa getur gert mikið, og breytt lífi margra.

mbl.is