Upplyftingin sem þú þarft akkúrat núna

Upplyftingin sem þú þarft akkúrat núna

Mildir litir og fágað yfirbragð einkennir förðunarlínuna sem Valentina Li gerði í samvinnu við Chanel. Í línunni eru margir eigulegir litir og ýmis stykki sem er óþægilegt að vera án. Til dæmis ferskjulitaður kinnalitur í stift-formi sem getur breytt þreytulegri ásýnd í frísklega kisulóru sem er til í flest.

Upplyftingin sem þú þarft akkúrat núna

Guðrún Sæmundsen skrifar | 9. júní 2025

Mildir litir og fágað yfirbragð einkennir förðunarlínuna sem Valentina Li gerði í samvinnu við Chanel. Í línunni eru margir eigulegir litir og ýmis stykki sem er óþægilegt að vera án. Til dæmis ferskjulitaður kinnalitur í stift-formi sem getur breytt þreytulegri ásýnd í frísklega kisulóru sem er til í flest.

Mildir litir og fágað yfirbragð einkennir förðunarlínuna sem Valentina Li gerði í samvinnu við Chanel. Í línunni eru margir eigulegir litir og ýmis stykki sem er óþægilegt að vera án. Til dæmis ferskjulitaður kinnalitur í stift-formi sem getur breytt þreytulegri ásýnd í frísklega kisulóru sem er til í flest.

Augnhárin eru aukaatriði í línunni. Aðaláherslan er á milda augnskyggingu, …
Augnhárin eru aukaatriði í línunni. Aðaláherslan er á milda augnskyggingu, smá lit á varir og glóandi kinnar.

Kínverski förðunarmeistarinn Valentina Li hannaði Les Beiges-förðunarlínuna í samvinnu við franska tískuhúsið Chanel. Li er búsett í Frakklandi en hún ákvað að freista gæfunnar í háborg tískunnar, París. Síðan hún tók þetta stóra skref að yfirgefa heimahagana hefur hún hannað útlit á tískusýningum þekktra hönnuða og unnið með tískuljósmyndurum sem þykja töff. Hún vann áður sem blaðamaður en kvaddi þann heim til þess að láta förðunardrauma rætast.

Í förðunarlínunni vill Li kalla fram allt þetta hlýja og góða sem einkennir sumarið því það er ekki nóg að finna bara lyktina af grasinu og finna sólargeislana kitla húðfrumurnar. Þú þarft að geta hresst upp á ásjónuna með réttu litunum. Eins og til dæmis glitrandi bleik- og brúntóna augnskuggum, ferskjulituðum kinnalit, glærbleikum varalit og rauðbleiku naglalakki sem er eins og slaufan hennar Hello Kittý á litinn. Hversu dásamlegt er það?

Kinnalitir í línunni eru í formi gljáa í stift-formi. Hér …
Kinnalitir í línunni eru í formi gljáa í stift-formi. Hér má sjá litinn Sun Bliss sem getur aukið lífsmark í andlitum.

Þótt augnskuggi sé borinn á augnsvæðið þá er augnumgjörðin mild. Það er ekki verið að vinna með hnausþykk gerviaugnhár eða þykkt lag af klesstum maskara. Það er heldur ekki verið að vinna með bústn­ar lýtalæknavarir. Allt er vandað, pent og yfirvegað. Og fágað!

Með því að bera kinnalitinn rétt á kinnbeinin er hægt …
Með því að bera kinnalitinn rétt á kinnbeinin er hægt að lyfta andlitinu án þess að nokkur taki eftir því.
Þessir fimm litir passa saman og hægt er að skyggja …
Þessir fimm litir passa saman og hægt er að skyggja augnlokið út og suður. En líka nota einn lit til að fá örlítinn svip.
Hello Kitty-naglalakk segir sex, Le Vernis-naglalakkið í litnum 367 er …
Hello Kitty-naglalakk segir sex, Le Vernis-naglalakkið í litnum 367 er í sama lit og slaufan hennar Hello Kitty. Konur í kringum fimmtugt tengja óþægilega mikið við þennan rauða lit sem gerir allt betra, líkt og þessi litla asíska furðuvera sem naut vinsælda í kringum 1980.
mbl.is