Tania Lind Fodilsdóttir og Heimir Þór Morthens eiga von á sínu öðru barni saman.
Tania Lind Fodilsdóttir og Heimir Þór Morthens eiga von á sínu öðru barni saman.
Tania Lind Fodilsdóttir og Heimir Þór Morthens eiga von á sínu öðru barni saman.
„Við erum að vaxa,“ skrifar Tania undir fallegt myndskeið á Instagram.
Fyrir eiga þau dótturina Ísabellu Röfn sem er rúmlega tveggja ára.
Tania Lind starfar sem framkvæmdastjóri hjá auglýsingastofunni MOSS. Hún hefur talað opinskátt um hármissi sem hún varð fyrir og sagði meðal annars ítarlega frá því í viðtali við mbl.is.
Heimir Þór er rekstrarstjóri og einn eiganda Drykk Bar í Pósthús Mathöll.
Fjölskylduvefurinn óskar Töniu og Heimi innilega til hamingju með fréttirnar!