Andri og Sólrún María selja fagra hæð í 101

Heimili | 11. júní 2025

Andri og Sólrún María selja fagra hæð í 101

Sólrún María Reginsdóttir og Andri Árnason eigendur Akkurat hafa sett sína fögru íbúð við Ásvallagötu á sölu.

Andri og Sólrún María selja fagra hæð í 101

Heimili | 11. júní 2025

Andri og Sólrún María hafa sett sína fallegu íbúð á …
Andri og Sólrún María hafa sett sína fallegu íbúð á sölu. Samsett mynd

Sólrún María Reginsdóttir og Andri Árnason eigendur Akkurat hafa sett sína fögru íbúð við Ásvallagötu á sölu.

Sólrún María Reginsdóttir og Andri Árnason eigendur Akkurat hafa sett sína fögru íbúð við Ásvallagötu á sölu.

Um er að ræða 100 fm hæð sem er í húsi sem reist var 1951. Í stofunni er bogadreginn gluggi með frönskum rúðum sem setur svip á rýmið. 

Í eldhúsinu er hvít sprautulökkuð innrétting með hvítum borðplötum. Á veggnum í eldhúsinu eru String-hillur sem hýsa fallega muni frá Royal Copenhagen svo dæmi séu tekin um fagra skrautmuni. 

String-hillurnar í eldhúsinu koma vel út.
String-hillurnar í eldhúsinu koma vel út.
Íbúðin er við Ásvallagötu í Reykjavík.
Íbúðin er við Ásvallagötu í Reykjavík. Samsett mynd

Baðherbergið er með marmaraflísum og hvítri innréttingu. Þar er speglaskápur og upphengd blöndunartæki. 

Heimilið í heild sinni er snoturt. 

Sjá nánar á fasteignavef mbl.is: Ásvallagata 46

Hér sést hvað það er fallegt að hafa opnar hillur …
Hér sést hvað það er fallegt að hafa opnar hillur í eldhúsinu.
mbl.is