Ekki tími fyrir tafaleiki stjórnarandstöðunnar

Alþingi | 11. júní 2025

Ekki tími fyrir tafaleiki stjórnarandstöðunnar

Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir að nú sé ekki tíminn fyrir stjórnarflokka til að reisa skýjaborgir og lofa að allt sé hægt að laga á einni nóttu.

Ekki tími fyrir tafaleiki stjórnarandstöðunnar

Alþingi | 11. júní 2025

Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar.
Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Eyþór

Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir að nú sé ekki tíminn fyrir stjórnarflokka til að reisa skýjaborgir og lofa að allt sé hægt að laga á einni nóttu.

Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir að nú sé ekki tíminn fyrir stjórnarflokka til að reisa skýjaborgir og lofa að allt sé hægt að laga á einni nóttu.

Þetta er meðal þess sem kom fram í ræðu Guðmundar Ara í eldhúsdagsumræðum Alþingis í kvöld.

Sagði hann mikilvægt við aðstæður líkt og nú, þegar fólk er óttaslegið, vonsvikið eða jafnvel reitt vegna ringulreiðar í alþjóðamálum og vegna stríðsátaka, að fólk finni fyrir öryggi og festu við stjórn landsins.

Nú sé ekki tíminn fyrir „stjórnarandstöðu til að stunda tafaleiki til að hægja á framfaramálum sem njóta stuðnings þjóðarinnar og lýðræðislega kjörnum fulltrúum hennar.“

Núna sé hins vegar tíminn fyrir ábyrga ríkisstjórn til að ráðast í raunverulegar aðgerðir til að auka öryggi og velferð íslensks samfélags. Það sé það sem þjóðin kalli eftir.

Fyrsta verkefni að ná stjórn á ríkisrekstri

Guðmundur ræddi fyrsta verkefni ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur sem hann sagði hafa verið að ná aftur stjórn á efnahagsmálum og rekstri ríkissjóðs.

Sagði hann fráfarandi ríkisstjórn hafa rekið ríkissjóð með miklum halla árum saman á sama tíma og gefnar hafi verið út miklar væntingar um stóraukin útgjöld án hagræðingar eða aukinnar tekjuöflunar.

Afleiðingin af þessari stefnu hafi verið hátt vaxtastig og mikil verðbólga.

Núverandi ríkisstjórn hafi farið leið sem byggi á ábyrgð í rekstri ríkissjóðs með hallalausum fjárlögum. Öll loforð séu að fullu fjármögnuð.

Skylda að vera traustur bandamaður NATO

Guðmundur Ari ræddi einnig öryggismál í ræðu sinni og sagði þau hafa verið ofarlega á dagskrá ríkisstjórnarinnar síðustu mánuði.

Áherslan hafi verið lögð á að efla alþjóðleg tengsl með áherslu á hagsmunagæslu Íslands.

Sagði hann að Ísland, sem stofnaðili að Atlantshafsbandalaginu, beri skylda og ábyrgð að vera áfram traustur bandamaður í því

Ræddi hann einnig öryggismál þjóðarinnar í samhengi við fangelsismál og landamæravörslu og þær bætingar sem ríkisstjórnin vinni að í þeim efnum.

mbl.is