María Thelma naut lífsins í sólinni á Losinj

Frægir ferðast | 11. júní 2025

María Thelma naut lífsins í sólinni á Losinj

Leikkonan María Thelma Smáradóttir er yfir sig hrifin af króatísku eyjunni Losinj ef marka má nýjustu færslu hennar á Instagram.

María Thelma naut lífsins í sólinni á Losinj

Frægir ferðast | 11. júní 2025

María Thelma naut lífsins til hins ýtrasta á eyjunni Losinj.
María Thelma naut lífsins til hins ýtrasta á eyjunni Losinj. Samsett mynd

Leikkonan María Thelma Smáradóttir er yfir sig hrifin af króatísku eyjunni Losinj ef marka má nýjustu færslu hennar á Instagram.

Leikkonan María Thelma Smáradóttir er yfir sig hrifin af króatísku eyjunni Losinj ef marka má nýjustu færslu hennar á Instagram.

María Thelma, sem hefur getið sér gott orð í leiklistarheiminum síðustu ár, deildi nokkrum fallegum myndum úr fríinu á samfélagsmiðlasíðunni í gærdag og af þeim að dæma þá á eyjalífið ansi vel við leikkonuna.

„Takk fyrir Losinj, Króatía! Þú ert dásamleg á allan hátt!“ skrifaði hún við myndaseríuna.

Falleg og friðsæl eyja

Losinj er einstaklega falleg og friðsæl eyja í Adríahafi. Hún er hluti af eyjaklasanum Kvarner og liggur við vesturströnd Króatíu.

Eyjan er þekkt fyrir gróskumikið lífríki og milt landslag og er einkar vinsæll áfangastaður fyrir svokallaðar heilsuferðir, enda gjarnan kölluð heilsubótareyjan.

mbl.is