Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur sameinar ekki íslensku þjóðina að mati Þórarins Inga Péturssonar, þingmanns Framsóknarflokksins.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur sameinar ekki íslensku þjóðina að mati Þórarins Inga Péturssonar, þingmanns Framsóknarflokksins.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur sameinar ekki íslensku þjóðina að mati Þórarins Inga Péturssonar, þingmanns Framsóknarflokksins.
Þetta kemur fram ræðu hans í eldhúsdagsumræðum á Alþingi.
Þórarinn segir þjóðina ná mestum árangri þegar hún stendur saman og byggir á þeim gildum sem sameini hana; í þessu samhengi minnist Þórarinn fyrrum formanns Framsóknarflokksins, Jónasar Jónssonar frá Hriflu, sem þingmaðurinn segir að sé minnst sem eldheits samvinnumanns.
Þórarinn bendir á þá staðreynd í ræðu að þrátt fyrir að Ísland sé fámennt land sé það tvöfalt stærra að flatarmáli en Danmörk. Þessu fylgja áskoranir að sögn Þórarins en þó segir hann þetta einnig þýða að þvert á landshluta búi fólk sem skapi og leggi grunninn að verðmætasköpun þjóðarinnar.
„En hver er staðan í dag? Erum við öll í sama liði? Er meint verkstjórn Kristrúnar Frostadóttur að sameina þjóðina? Stutta svarið er nei,“ segir Þórarinn í ræðustól Alþingis.
„Í dag horfir ríkisstjórnin til þess að stórhækka gjaldtöku á grunnatvinnugreinar landsins algjörlega án áhrifamats og greiningar.“
Hann bætir við að án auðlinda landsins og sjálfbærrar nýtingar þeirra í öllum landshlutum verði ekki byggt á þeirri hagsæld sem ríkt hafi á Íslandi frá lýðveldisstofnun. Þórarinn segir að deila megi um umfang gjaldtöku og skattlagningar á atvinnuvegi en enginn geti deilt um þau verðmæti sem hafið í kringum landið veiti samfélaginu í heild.
Að lokinni umræðu um sjávarútveginn beindi Þórarinn spjótum sínum að íslenskum landbúnaði, matvælaframleiðslu og ferðaþjónustunnar.
„Í ljósi þess að alþjóðamál hefur sjaldan verið mikilvægara að Ísland geti treyst á eigin framleiðslu þegar kemur að matvælum. Við þurfum því algerlega nýja hugsun í matvælaframleiðslu sem tryggir fæðuöryggi þjóðarinnar.“
Að sögn Þórarins þarf kerfislæga breytingu sem tryggi ungu fólki möguleika á að hefja búskap og kaupa jarðir.
„Þess vegna hefur Framsókn mótað nýjar hugmyndir um nýjar rætur sem styður við jarðakaup ungs fólks sem er tilbúið að sýna frumkvæði, taka áhættu og fjárfesta eigin tíma í að búa til verðmæti fyrir okkur öll,“ segir Þórarinn sem hefur verið sauðfjárbóndi síðan árið 1994.