Slater tók sig vel út á Frægðarstígnum

Poppkúltúr | 11. júní 2025

Slater tók sig vel út á Frægðarstígnum

Bandaríski leikarinn Christian Slater fékk stjörnu á frægustu göngustétt heims, Frægðarstígnum í Hollywood, á mánudag.

Slater tók sig vel út á Frægðarstígnum

Poppkúltúr | 11. júní 2025

Leikarinn tók sig vel út fyrir framan stjörnuna.
Leikarinn tók sig vel út fyrir framan stjörnuna. Ljósmynd/AFP

Bandaríski leikarinn Christian Slater fékk stjörnu á frægustu göngustétt heims, Frægðarstígnum í Hollywood, á mánudag.

Bandaríski leikarinn Christian Slater fékk stjörnu á frægustu göngustétt heims, Frægðarstígnum í Hollywood, á mánudag.

Slater, sem er 55 ára, mætti ásamt eiginkonu sinni til 12 ára, Brittany Lopez, og tveimur af fjórum börnum sínum.

Leikarinn, sem er hvað þekktastur fyrir hlutverk sín í kvikmyndum á borð við Heathers, Very Bad Things og True Romance og þáttaröðinni Mr. Robot, kýs að halda fjölskyldulífi sínu utan sviðsljóssins. Það kom því mörgum á óvart að sjá leikarann stilla sér upp á rauða dreglinum ásamt eiginkonu sinni og dætrum.

Slater á tvö börn með Lopez, dóttur fædda 2019 og son sem kom í heiminn á síðasta ári. Leikarinn á einnig tvö uppkomin börn, son og dóttur, með fyrrverandi eiginkonu sinni Ryan Haddon. Það voru dætur Slater sem fögnuðu deginum með föður sínum.

Fjöldi fólks mætti til að fylgjast með athöfninni en það var leikkonan og góðvinkona Slaters, Sarah Michelle Geller, sem sá um ræðuhöldin að þessu sinni. 

Fagnaði deginum í faðmi fjölskyldunnar.
Fagnaði deginum í faðmi fjölskyldunnar. Ljósmynd/AFP
Christian Slater stillti sér upp ásamt Söruh Michelle Geller og …
Christian Slater stillti sér upp ásamt Söruh Michelle Geller og leikstjóranum Michael Lehmann. Ljósmynd/AFP
Leikarinn fylgdist spenntur með þegar stjarnan var afhjúpuð.
Leikarinn fylgdist spenntur með þegar stjarnan var afhjúpuð. Ljósmynd/AFP
mbl.is