Una hætt að vinna fyrir Höllu Tómasdóttur

Framakonur | 11. júní 2025

Una hætt að vinna fyrir Höllu Tómasdóttur

Staða Unu Sighvatsdóttur, sem sérfræðings á skrifstofu forseta Íslands, hefur verið lögð niður og er hún hætt störfum. 

Una hætt að vinna fyrir Höllu Tómasdóttur

Framakonur | 11. júní 2025

Una Sighvatsdóttir er hætt að vinna sem sérfræðingur hjá embætti …
Una Sighvatsdóttir er hætt að vinna sem sérfræðingur hjá embætti forseta Íslands. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Staða Unu Sighvatsdóttur, sem sérfræðings á skrifstofu forseta Íslands, hefur verið lögð niður og er hún hætt störfum. 

Staða Unu Sighvatsdóttur, sem sérfræðings á skrifstofu forseta Íslands, hefur verið lögð niður og er hún hætt störfum. 

Una var ráðin í stöðuna í september 2020. Þá hafði hún verið útendur friðargæsluliði á vegum utanríkisráðuneytisins hjá skrifstofu Nató í Georgíu. Þar á undan var hún upplýsingafulltrúi Nató í Kabúl. Áður en hún hélt út í heim var hún blaðamaður á Morgunblaðinu, mbl.is og á fréttastofu Stöðvar 2. Staðan var eftirsótt þegar hún var auglýst. 188 manns sóttu um starfið 

Sif Gunnarsdóttir forsetaritari sagði í skriflegu svari að breytingar væru í farvatninu. Hún vildi hinsvegar ekki segja í hverju breytingar fælust nákvæmlega þrátt fyrir ítrekaða tölvupósta. 

„Fyrir liggur að síðar á árinu munu tveir starfsmenn skrifstofunnar láta af störfum vegna aldurs. Því munu óhjákvæmilega fylgja breytingar og er verið að endurskoða skipulag skrifstofunnar í því ljósi en ótímabært er að útlista það frekar að svo komnu máli,“ sagði Sif. 

Á vef forseta Íslands er Una ennþá skráð sem starfsmaður þrátt fyrir að vera á starfslokasamningi. 

Una Sighvatsdóttir er ennþá skráð sem sérstakur ráðgjafi hjá forseta …
Una Sighvatsdóttir er ennþá skráð sem sérstakur ráðgjafi hjá forseta Íslands þrátt fyrir að vera hætt störfum. Skjáskot/forseti.is
mbl.is