Laufey með leynitónleika í Iðnó í kvöld

Poppkúltúr | 12. júní 2025

Laufey með leynitónleika í Iðnó í kvöld

Söngkonan, tónskáldið og Grammy-verðlaunahafinn Laufey Lín Bing Jónsdóttir er nú stödd á Íslandi ef marka má nýjustu færslu hennar í story á Instagram.

Laufey með leynitónleika í Iðnó í kvöld

Poppkúltúr | 12. júní 2025

Laufey deildi myndskeiði af Gróttuvita í story á Instagram í …
Laufey deildi myndskeiði af Gróttuvita í story á Instagram í gærdag. Samsett mynd

Söngkonan, tónskáldið og Grammy-verðlaunahafinn Laufey Lín Bing Jónsdóttir er nú stödd á Íslandi ef marka má nýjustu færslu hennar í story á Instagram.

Söngkonan, tónskáldið og Grammy-verðlaunahafinn Laufey Lín Bing Jónsdóttir er nú stödd á Íslandi ef marka má nýjustu færslu hennar í story á Instagram.

Laufey deildi myndskeiði af Gróttuvita á samfélagsmiðlasíðunni í gærdag og skrifaði: „Heima er best“.

Heimildir mbl.is herma að Laufey muni stíga á svið á einkatónleikum í Iðnó í kvöld. Tónleikarnir eru haldnir á vegum Amazon Music for Songwriters og verða teknir upp í mynd fyrir þáttaröðina Songline. 

Laufey hefur verið á ferð og flugi síðustu daga, vikur og mánuði og var stödd í New York-borg í byrjun vikunnar.

Söngkonan var á meðal gesta á Tony-verðlaunahátíðinni sem fram fór í Radio City Music Hall á sunnudagskvöldið og lét sig að sjálfsögðu ekki vanta í teiti franska tískuhússins Chanel í stóra eplinu á mánudagskvöldið.

mbl.is