Sigga Beinteins mun þenja raddböndin fyrir hlaupara

Poppkúltúr | 12. júní 2025

Sigga Beinteins mun þenja raddböndin fyrir hlaupara

Stórsöngkonurnar Sigríður Beinteinsdóttir, eða Sigga Beinteins, og Sigríður Ósk Hrafnkelsdóttir, jafnan kölluð Sigga Ózk, munu skemmta þátttakendum í litríkasta hlaupi ársins, The Color Run, sem fer fram í Kópavogsdal þann 16. ágúst næstkomandi. Litahlaupið er mikil fjölskylduskemmtun með tónlist, dansi, litagleði og auðvitað hlaupi, skokki eða skemmtigöngu.

Sigga Beinteins mun þenja raddböndin fyrir hlaupara

Poppkúltúr | 12. júní 2025

Sigga Beinteins mun skemmta þátttakendum í The Color Run.
Sigga Beinteins mun skemmta þátttakendum í The Color Run. mbl.is/Kristinn Magnússon

Stórsöngkonurnar Sigríður Beinteinsdóttir, eða Sigga Beinteins, og Sigríður Ósk Hrafnkelsdóttir, jafnan kölluð Sigga Ózk, munu skemmta þátttakendum í litríkasta hlaupi ársins, The Color Run, sem fer fram í Kópavogsdal þann 16. ágúst næstkomandi. Litahlaupið er mikil fjölskylduskemmtun með tónlist, dansi, litagleði og auðvitað hlaupi, skokki eða skemmtigöngu.

Stórsöngkonurnar Sigríður Beinteinsdóttir, eða Sigga Beinteins, og Sigríður Ósk Hrafnkelsdóttir, jafnan kölluð Sigga Ózk, munu skemmta þátttakendum í litríkasta hlaupi ársins, The Color Run, sem fer fram í Kópavogsdal þann 16. ágúst næstkomandi. Litahlaupið er mikil fjölskylduskemmtun með tónlist, dansi, litagleði og auðvitað hlaupi, skokki eða skemmtigöngu.

Í upphituninni mun Sigga Beinteins koma gestum í gírinn af sinni alkunnu snilld með lögum sem allir þekkja og í litabombugleðinni að hlaupinu loknu mun Sigga Ózk stíga á svið og halda stuðinu gangandi.

Þeim til halds og trausts verða að venju Eva Ruza, Gústi B og Kiddi Bigfoot.

Fimm kílómetra löng skemmtun

Litahlaupið er fimm kílómetra löng skemmtun fyrir alla fjölskylduna þar sem þátttakendur eru litaðir með litapúðri eftir hvern kílómetra og við endamarkið verður síðan mikil fjölskylduskemmtun með litapúðursprengingum.

Ólíkt flestum öðrum hlaupum snýst The Color Run ekki um að koma í mark á sem skemmstum tíma heldur að njóta upplifunar litahlaupsins. Þátttakendur byrja hlaupið í hvítum bol en verða í öllum regnbogans litum þegar komið er í endamarkið.

The Color Run mun fara fram í Kópavogi í ár í tilefni af 70 ára afmæli Kópavogs og tíu ára afmæli litahlaupsins á Íslandi. Hlaupið verður í gegnum Smárahverfið og Kópavogsdalinn.

mbl.is