Óvíst er hvenær þingmenn komast heim í sumarfrí en til stóð að það yrði gert á morgun, 13. júní. Svo verður hins vegar ekki en þingfundur stendur nú yfir þar sem bókun 35 er til umræðu. Umræðan um málið hófst klukkan 15 í dag og stendur enn yfir.
Óvíst er hvenær þingmenn komast heim í sumarfrí en til stóð að það yrði gert á morgun, 13. júní. Svo verður hins vegar ekki en þingfundur stendur nú yfir þar sem bókun 35 er til umræðu. Umræðan um málið hófst klukkan 15 í dag og stendur enn yfir.
Óvíst er hvenær þingmenn komast heim í sumarfrí en til stóð að það yrði gert á morgun, 13. júní. Svo verður hins vegar ekki en þingfundur stendur nú yfir þar sem bókun 35 er til umræðu. Umræðan um málið hófst klukkan 15 í dag og stendur enn yfir.
Stöllurnar í hlaðvarpinu Komið gott gerðu þingmálið að umræðuefni í hlaðvarpi sínu á dögunum og sögðu það „það allra leiðinlegasta þingmál sem nokkur einasta persóna hefur verið dregin í gegnum“.
Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, virðist vera alfarið ósammála en hann birti myndskeið á Facebook í dag þar sem hann svaraði Ólöfu Skaftadóttur og Kristínu Gunnarsdóttur, stjórnendum hlaðvarpsins.
Sagði hann málið það „allra athyglisverðasta þingmál“ sem lægi fyrir á þinginu.
Viðurkenndi hann þó að málið væri mögulega leiðinlegt en að „enginn sagði að það yrði gaman að standa vörð um fullveldi þjóðarinnar.“
Málið snýst í stuttu máli um að bætt verði ákvæði við lög um evrópska efnahagssvæðið þar sem segir að ef skýrt og óskilyrt lagaákvæði sem Ísland innleiðir samkvæmt EES-samningnum sé ósamrýmanlegt öðru almennu lagaákvæði íslenskra laga skuli hið fyrrnefnda ákvæði ganga framar.
Málið er afar umdeilt og telja einhverjir innleiðinguna stangast á við íslensku stjórnarskrána.