Ætlar þú að elta góða veðrið um helgina?

Á ferðalagi | 13. júní 2025

Ætlar þú að elta góða veðrið um helgina?

Íslenska ferðasumarið er hafið og af nógu að taka í þessu fallega landi okkar. Þar sem veðurspáin lofar þokkalegum sumarhita um helgina er tilvalið að skella tjaldinu í skottið og halda út fyrir borgar- eða bæjarmörk og út í náttúruna, enda fátt sem slær út góðri tjaldútilegu í góðra vina hópi.

Ætlar þú að elta góða veðrið um helgina?

Á ferðalagi | 13. júní 2025

Það er alltaf góð hugmynd að skella sér í tjaldútileigu.
Það er alltaf góð hugmynd að skella sér í tjaldútileigu. Ljósmynd/Mauro-Fabio Cilurzo

Íslenska ferðasumarið er hafið og af nógu að taka í þessu fallega landi okkar. Þar sem veðurspáin lofar þokkalegum sumarhita um helgina er tilvalið að skella tjaldinu í skottið og halda út fyrir borgar- eða bæjarmörk og út í náttúruna, enda fátt sem slær út góðri tjaldútilegu í góðra vina hópi.

Íslenska ferðasumarið er hafið og af nógu að taka í þessu fallega landi okkar. Þar sem veðurspáin lofar þokkalegum sumarhita um helgina er tilvalið að skella tjaldinu í skottið og halda út fyrir borgar- eða bæjarmörk og út í náttúruna, enda fátt sem slær út góðri tjaldútilegu í góðra vina hópi.

Ferðavefur mbl.is tók því saman þau fimm tjaldsvæði á landinu þar sem besta veðrinu er spáð samkvæmt tjaldvef Bliku.

Tjaldsvæðið á Flúðum

Besta veðrinu er spáð á Flúðum, enda er staðurinn þekktur fyrir mikla veðursæld. Á laugardag er spáð 17 stiga hita og glampandi sól og geta sólþyrstir því látið sólina ylja kroppinn. Svipuðu veðri er einnig spáð á sunnudag og er því auðvelt að eyða helginni á þessum fallega stað.

Tjaldsvæðið á Flúðum er rúmgott og fjölskylduvænt. Þaðan er einnig stutt í margar helstu náttúruperlur þjóðarinnar, Gullfoss, Geysi og Þjórsárdal, sem er alltaf gaman að heimsækja á góðviðrisdögum.

Flúðir eru í Hrunamannahreppi.
Flúðir eru í Hrunamannahreppi. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Tjaldsvæðið við Faxa

Búist er við góðu veðri við Faxa yfir helgina. Von er á allt að 17 gráðu hita og heiðskírum himni á laugardeginum og 16 gráðum og glampandi sól á sunnudeginum.

Tjaldsvæðið er á fallegu útsýnissvæði við bakka Tungufljóts, við fossinn Faxa og Tungnaréttir. Umhverfið er rólegt og fallegt og stutt er í alla helstu þjónustu.

Við Faxa.
Við Faxa. Skjáskot/Útileigukortið.is

Úthlíð í Biskupstungum

Svipuðu veðri er einnig spáð í Úthlíð í Biskupstungum. Þangað er tilvalið að ferðast með ung börn enda stutt í Dýragarðinn í Slakka sem hefur lengi verið vinsæll viðkomustaður fjölskyldna.

Tjaldsvæðið er rúmgott og hugsað fyrir fjölskyldufólk.

Það er alltaf gaman að kíkja í Biskupstungur.
Það er alltaf gaman að kíkja í Biskupstungur. Skjáskot/South.is

Tjaldsvæðið á Laugarvatni

Sumarblíðan er svo sannarlega á Suðurlandi. Á Laugarvatni er einnig von á 17 stiga hita um helgina en skýjað verður með köflum.

Tjaldsvæðið á Laugarvatni er stórt og skjólgott, vel staðsett við Gullna hringinn með frábæru útsýni. Svæðið hentar vel til dagsferða til að skoða marga áhugaverða staði: Laugarvatnshelli, Þingvelli, Geysi, Gullfoss, Faxa og Kerið til að nefna nokkra.

Það er fallegt á Laugarvatni.
Það er fallegt á Laugarvatni. Skjáskot/Icelandthebeautiful.com

Sælukotið Árblik

Ágætisveður og sólskin er einnig að finna í Dalabyggð á Vesturlandi. Þar er spáð 17 stiga hita og smá roki um helgina, veður sem langflestir Íslendingar myndu segja vera hið fullkomna útileguveður.

Tjaldsvæðið er hægra megin við þjóðveg 60 á leiðinni vestur á firði. Margir áhugaverðir staðir eru í Dalabyggð og því auðvelt að finna sér eitthvað skemmtilegt að gera.

Sælukotið Árblik.
Sælukotið Árblik. Skjáskot/Facebook
mbl.is