Það var líf og fjör á Natura hótelinu í gær þegar Breska sendiráðið fagnaði afmæli Karls Bretakonungs. Hefð er fyrir því að haldið sé upp á afmæli þjóðhöfðingja Bretlands í júní þótt raunverulegur fæðingardagur sé í öðrum mánuði.
Það var líf og fjör á Natura hótelinu í gær þegar Breska sendiráðið fagnaði afmæli Karls Bretakonungs. Hefð er fyrir því að haldið sé upp á afmæli þjóðhöfðingja Bretlands í júní þótt raunverulegur fæðingardagur sé í öðrum mánuði.
Það var líf og fjör á Natura hótelinu í gær þegar Breska sendiráðið fagnaði afmæli Karls Bretakonungs. Hefð er fyrir því að haldið sé upp á afmæli þjóðhöfðingja Bretlands í júní þótt raunverulegur fæðingardagur sé í öðrum mánuði.
Það var sjálfbært þema í veislunni og voru gestir hvattir til þess að mæta í notuðum fatnaði - alls ekki splunkunýjum. Auk þess var gestum boðið upp á að taka með sér veitingarnar sem voru afgangs.
Sendiherra Bretlands á Íslandi, Dr Bryony Mathew, bauð gesti velkomna í boðið og talaði um vinasamband milli Íslands og Bretlands. Hún minntist á það að Karla Bretakonungur kynni vel að meta Ísland og minnist sérstaklega á laxveiðina sem hann hefur farið í hérlendis.
Martin Eyjólfsson ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu hélt líka ræðu en svo tók við skemmtilegt happdrætti. Einn heppinn gestur vann miða til Madridar með Play, önnur heppin fékk Burberry ilmvatn og einn fékk guðdómlega nestiskörfu. Gestir fóru því saddir og sælir heim, sumir með vinning - aðrir bara með smá búbblur í blóðinu og örlítið glaðari en þegar gengið var um þessar hressilegu gleðinnar dyr.