Eric Dane brotnaði niður í viðtali

Poppkúltúr | 13. júní 2025

Eric Dane brotnaði niður í viðtali

Bandaríski leikarinn Eric Dane, hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Dr. Mark Sloan eða „McSteamy“ í læknaþáttunum Grey’s Anatomy, brotnaði niður í fyrsta viðtali sínu eftir að hann greindi frá erfiðum veikindum sínum um miðjan apríl.

Eric Dane brotnaði niður í viðtali

Poppkúltúr | 13. júní 2025

Eric Dane fór með hlutverk Dr. Mark Sloan á árunum …
Eric Dane fór með hlutverk Dr. Mark Sloan á árunum 2006 til 2012. Skjáskot/IMDb

Bandaríski leikarinn Eric Dane, hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Dr. Mark Sloan eða „McSteamy“ í læknaþáttunum Grey’s Anatomy, brotnaði niður í fyrsta viðtali sínu eftir að hann greindi frá erfiðum veikindum sínum um miðjan apríl.

Bandaríski leikarinn Eric Dane, hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Dr. Mark Sloan eða „McSteamy“ í læknaþáttunum Grey’s Anatomy, brotnaði niður í fyrsta viðtali sínu eftir að hann greindi frá erfiðum veikindum sínum um miðjan apríl.

Dane, sem er 52 ára, greindist með hreyfitaugahrörnun, eða ALS (e. amylotrophic lateral sclerosis), í byrjun árs. 

ALS er taugahrörnunarsjúkdómur, algengasta form hreyfitaugahrörnunar, sem hefur áhrif á hreyfitaugunga (e. motor neurons) sem liggja frá miðtaugakerfi til vöðva.

Algengast er að menn veikist af ALS og öðrum gerðum MND upp úr fimmtugi.

Dane settist niður með sjónvarpskonunni Diane Sawyer nú á dögunum og ræddi opinskátt um sjúkdómsgreiningu sína.

„Ég vakna á hverjum degi og er strax minntur á að þetta sé að gerast,“ sagði leikarinn við Sawyer. „Þetta er ekki draumur.“

Morgunþátturinn Good Morning America birti 30 sekúndna klippu, svokallaðan „teaser“, úr viðtalinu í gær, fimmtudaginn 12. júní, á Facebook-síðu sinni, en þar sést leikarinn brotna niður er hann opnar sig um greininguna.

Viðtalið verður sýnt í heild sinni á mánudag.

mbl.is