Miðflokksmenn sitja um ræðustólinn

Alþingi | 13. júní 2025

Miðflokksmenn sitja um ræðustólinn

Þingmenn Miðflokksins eru tíðir gestir í ræðustól Alþingis nú í kvöld. Í umræðum um bókun 35 eru þingmenn Miðflokksins þeir einu á mælendaskrá. 

Miðflokksmenn sitja um ræðustólinn

Alþingi | 13. júní 2025

Sigríður Á. Andersen, þingmaður Miðflokksins, er á mælendaskrá og mun …
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Miðflokksins, er á mælendaskrá og mun brátt flytja sína 16. ræðu um bókun 35 í dag. mbl.is/Eyþór

Þingmenn Miðflokksins eru tíðir gestir í ræðustól Alþingis nú í kvöld. Í umræðum um bókun 35 eru þingmenn Miðflokksins þeir einu á mælendaskrá. 

Þingmenn Miðflokksins eru tíðir gestir í ræðustól Alþingis nú í kvöld. Í umræðum um bókun 35 eru þingmenn Miðflokksins þeir einu á mælendaskrá. 

Hafa Sigríður Á. Andersen, Þorgrímur Sigmundsson, Karl Gauti Hjaltason, Bergþór Ólason, Ingibjörg Davíðsdóttir og Nanna Margrét Davíðsdóttir öll tekið til máls ítrekað í dag. Þegar þetta er skrifað er Sigmundur Davíð á leið í sína 11. ræðu, Ingibjörg á leið í sína 17. og Sigríður í sína 16. Þá hefur Snorri Másson haldið ellefu ræður og er á leið í sína tólftu.

Nanna Margrét og Þorgrímur eru á leið í sína 14. en Karl Gauti í sína 16. ræðu.

Þinglok ekki í nánd

Lokadagur þingsins átti samkvæmt áætlun að vera í dag en þingfundur stendur enn yfir, fundurinn hófst klukkan ellefu í morgun.

Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sagði í samtali við mbl.is fyrr í dag þinglok ekki vera í nánd. Hún sagði þung mál vera allt of skammt á veg komin og benti til að mynda þar á bókun 35.

mbl.is