Nýi kærastinn sagður skuggalega líkur pabbanum

Poppkúltúr | 13. júní 2025

Nýi kærastinn sagður skuggalega líkur pabbanum

Ava Phillippe, dóttir fyrrverandi leikarahjónanna Ryan Phillippe og Reese Witherspoon, er komin með nýjan kærasta. Sá heppni heitir Dakota Brubaker og er tónlistarmaður.

Nýi kærastinn sagður skuggalega líkur pabbanum

Poppkúltúr | 13. júní 2025

Ava Phillippe og Dakota Brubaker er sögð hafa byrjað saman …
Ava Phillippe og Dakota Brubaker er sögð hafa byrjað saman undir lok síðasta árs. Samsett mynd

Ava Phillippe, dóttir fyrrverandi leikarahjónanna Ryan Phillippe og Reese Witherspoon, er komin með nýjan kærasta. Sá heppni heitir Dakota Brubaker og er tónlistarmaður.

Ava Phillippe, dóttir fyrrverandi leikarahjónanna Ryan Phillippe og Reese Witherspoon, er komin með nýjan kærasta. Sá heppni heitir Dakota Brubaker og er tónlistarmaður.

Þetta þykir eflaust ekki mörgum í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að Dakota þykir skuggalega líkur föður Övu, leikaranum Ryan Phillippe, sem margir kannast eflaust við úr kvikmyndinni Cruel Intentions. Báðir eru þeir með ljóst, krullað hár, grannvaxnir og með svipaða andlitsdrætti.

Ava hefur sömuleiðis ávallt þótt sláandi lík móður sinni og hafa netverjar því gantast með að Reese og Ryan séu tekin aftur saman.

„Close Enough. Welcome back Reese & Ryan,“ skrifaði einn netverji.

Parið gerði grín að athugasemdum netverja og deildi húmorísku myndskeiði á TikTok í gærdag, en þar sjást þau hrista hausinn og segja nei.

Í myndskeiðinu er Dakota klæddur upp eins og Sebastian Valmont úr kvikmyndinni Cruel Intentions.

Ryan Phillippe í hlutverki sínu sem Sebastian Valmont í Cruel …
Ryan Phillippe í hlutverki sínu sem Sebastian Valmont í Cruel Intentions. Skjáskot/IMDb
@avaephillippe Replying to @Mahriah | Thrifty Swiftie✨🫶🏻 you guys… whaaaaattt @Dakota Brubaker ♬ Bitter Sweet Symphony - Extended Version - The Verve
mbl.is