Scarface-leikari látinn

Poppkúltúr | 13. júní 2025

Scarface-leikari látinn

Bandaríski leikarinn Harris Yulin er látinn, 87 ára að aldri. Yulin fór með hlutverk í fjölda þekktra kvikmynda og þáttaraða á áralöngum ferli sínum, þar á meðal Doc, Scarface, Ghostbusters og Training Day. Hann var einnig mikilsvirtur sviðsleikari.

Scarface-leikari látinn

Poppkúltúr | 13. júní 2025

Harris Yulin.
Harris Yulin. Skjáskot/IMDb

Bandaríski leikarinn Harris Yulin er látinn, 87 ára að aldri. Yulin fór með hlutverk í fjölda þekktra kvikmynda og þáttaraða á áralöngum ferli sínum, þar á meðal Doc, Scarface, Ghostbusters og Training Day. Hann var einnig mikilsvirtur sviðsleikari.

Bandaríski leikarinn Harris Yulin er látinn, 87 ára að aldri. Yulin fór með hlutverk í fjölda þekktra kvikmynda og þáttaraða á áralöngum ferli sínum, þar á meðal Doc, Scarface, Ghostbusters og Training Day. Hann var einnig mikilsvirtur sviðsleikari.

Umboðsmaður Yulin, Sue Leibman, staðfesti að leikarinn hefði látist síðastliðinn þriðjudag í New York-borg.

Banamein hans var hjartaáfall.

Yulin lætur eftir sig eiginkonu, leikkonuna Kristen Lowman.

mbl.is