„Stjórnarskrárbrot á kostnað verkafólks“

Alþingi | 13. júní 2025

„Stjórnarskrárbrot á kostnað verkafólks“

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir frum­varp fjár­mála- og efna­hags­ráðherra um víxl­verk­un ör­orku­líf­eyr­is­greiðslna vera stjórnarskrárbrot á kostnað verkafólks. 

„Stjórnarskrárbrot á kostnað verkafólks“

Alþingi | 13. júní 2025

Sigurður Ingi Jóhannsson telur ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur vera að fremja …
Sigurður Ingi Jóhannsson telur ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur vera að fremja stjórnarskrárbrot. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir frum­varp fjár­mála- og efna­hags­ráðherra um víxl­verk­un ör­orku­líf­eyr­is­greiðslna vera stjórnarskrárbrot á kostnað verkafólks. 

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir frum­varp fjár­mála- og efna­hags­ráðherra um víxl­verk­un ör­orku­líf­eyr­is­greiðslna vera stjórnarskrárbrot á kostnað verkafólks. 

Þetta segir ráðherrann fyrrverandi í færslu á Facebook-síðu sinni fyrr í dag. 

Forsvarsmenn lífeyrissjóða hafa í umsögnum sínum til efnahags- og viðskiptanefndar sagt frumvarpið brjóta gegn eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar og telja frumvarpið að óbreyttu geta leitt til skaðabótaskyldu ríkisins. 

Eftirlaun lækkuð með pennastriki

Sigurður Ingi segir í færslu sinni að ríkisstjórnin sé með frumvarpinu að lækka eftirlaun hjá fólki, sem borgað hafi í lífeyrissjóði alla starfsævina, með einu pennastriki. 

Frumvarpið er keyrt áfram rétt fyrir þinglok, þvert á umsagnir hagsmunaaðila.,“ segir Sigurður Ingi jafnframt í færslu sinni. 

Sigurður Ingi tekur fram að framsóknarmenn vilji bæta kjör örorkulífeyrisþega. Hann segir þó að verði ekki gert með því að skerða áunnin, stjórnarskrárvarin réttindi fólks.

mbl.is