Rætt um bókun 35 inn í sumarnóttina

Alþingi | 14. júní 2025

Rætt um bókun 35 inn í sumarnóttina

Það er ekki bara líf og fjör á helstu börum og krám í miðborg Reykjavíkur í kvöld. Fjörið er líka á Alþingi Íslendinga við Austurvöll þar sem Miðflokkurinn heldur uppi stemningunni. 

Rætt um bókun 35 inn í sumarnóttina

Alþingi | 14. júní 2025

Ingibjörg Davíðsdóttir er sem stendur ræðudrottning kvöldsins um bókun 35.
Ingibjörg Davíðsdóttir er sem stendur ræðudrottning kvöldsins um bókun 35. mbl.is/Karítas

Það er ekki bara líf og fjör á helstu börum og krám í miðborg Reykjavíkur í kvöld. Fjörið er líka á Alþingi Íslendinga við Austurvöll þar sem Miðflokkurinn heldur uppi stemningunni. 

Það er ekki bara líf og fjör á helstu börum og krám í miðborg Reykjavíkur í kvöld. Fjörið er líka á Alþingi Íslendinga við Austurvöll þar sem Miðflokkurinn heldur uppi stemningunni. 

Þingmenn Miðflokksins hafa rætt bókun 35 fram og aftur í allt kvöld og er Ingibjörg Davíðsdóttir ræðudrottning kvöldsins. Frá því þingfundur hófst hefur hún stigið 21. sinni í ræðustólinn og er enn og aftur komin á mælendaskrá.

Fast á hæla hennar kemur Sigríður Á. Andersen, en hún hefur stigið 19. sinnum í pontu til að ræða bókun 35. 

Þorgrímur Sigmundsson er á átjándu ræðu kvöldsins, Snorri Másson stefnir ótrauður á sína þrettándu ræðu og formaðurinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á sína sextándu. 

Systir hans, Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir, hefur einnig látið til sín taka 18. sinnum í ræðustól. Karl Gauti Hjaltason og Bergþór Ólason hafa ekki látið sig vanta heldur.

mbl.is