Sonur Cher fluttur með hraði á sjúkrahús

Poppkúltúr | 16. júní 2025

Sonur Cher fluttur með hraði á sjúkrahús

Bandaríski tónlistarmaðurinn Elijah Blue Allman, sonur söng- og leikkonunnar Cher og tónlistarmannsins Gregg Allman heitins, var fluttur með hraði á sjúkrahús í Kaliforníu á laugardag vegna neyslu of stórs skammts af fíkniefnum.

Sonur Cher fluttur með hraði á sjúkrahús

Poppkúltúr | 16. júní 2025

Söngkonan Cher á tvo syni, Elijah Blue Allman og Chaz …
Söngkonan Cher á tvo syni, Elijah Blue Allman og Chaz Bono. Ljósmynd/AFP

Bandaríski tónlistarmaðurinn Elijah Blue Allman, sonur söng- og leikkonunnar Cher og tónlistarmannsins Gregg Allman heitins, var fluttur með hraði á sjúkrahús í Kaliforníu á laugardag vegna neyslu of stórs skammts af fíkniefnum.

Bandaríski tónlistarmaðurinn Elijah Blue Allman, sonur söng- og leikkonunnar Cher og tónlistarmannsins Gregg Allman heitins, var fluttur með hraði á sjúkrahús í Kaliforníu á laugardag vegna neyslu of stórs skammts af fíkniefnum.

Slúðurvefurinn TMZ greindi fyrst frá.

Allman, sem er 48 ára gamall, er sagður á batavegi en að sögn lækna er hann heppinn að vera á lífi.

Allman hefur glímt við eiturlyfjafíkn frá því á barnsaldri, eða frá því hann var 11 ára gamall.

mbl.is