Ósýnilegum sjúkdómi gefin rödd

Alþingi | 18. júní 2025

Ósýnilegum sjúkdómi gefin rödd

Eydís Ásbjörnsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur lýst yfir ánægju sinni með aðgerðir heilbrigðisráðuneytisins um endómetríósu þar sem aðgerðir fyrir konur með endómetríósu hafi verið tryggðar út árið. 

Ósýnilegum sjúkdómi gefin rödd

Alþingi | 18. júní 2025

Eydís Ásbjörnsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur lifað með endómetríósu í yfir …
Eydís Ásbjörnsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur lifað með endómetríósu í yfir fjóra áratugi. mbl.is/Hallur Már

Eydís Ásbjörnsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur lýst yfir ánægju sinni með aðgerðir heilbrigðisráðuneytisins um endómetríósu þar sem aðgerðir fyrir konur með endómetríósu hafi verið tryggðar út árið. 

Eydís Ásbjörnsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur lýst yfir ánægju sinni með aðgerðir heilbrigðisráðuneytisins um endómetríósu þar sem aðgerðir fyrir konur með endómetríósu hafi verið tryggðar út árið. 

Hún fagnar því jafnframt að unnið sé að framtíðarfyrirkomulagi byggðu á samfelldri, sanngjarnri og öruggri heilbrigðisþjónustu.

Ósýnilegur sjúkdómur

Eydís segir endómetríósu hafa verið vanmetna þrátt fyrir alvarleika sjúkdómsins svo áratugum skipti. „Áratugum saman hefur þessi sjúkdómur verið ósýnilegur í kerfinu og konur jafnvel hvattar til að bíta á jaxlinn eða þeim sagt að þetta séu eðlilegir verkir," sagði hún á Alþingi í morgun. 

Nú sé vilji til að hlusta, skilja og breyta. „Þetta eru ekki bara falleg slagorð heldur örugg skref sem munu stytta bið, auka öryggi og veita konum raunhæfa von.“

Eydís, sem hefur lifað með sjúkdómnum í yfir fjóra áratugi, þakkar yngri konum fyrir að hafa haft hugrekki til að ræða opinskátt um endómetríósu.

„Þið hafið gefið þessum sjúkdómi rödd og andlit, krafist breytinga og neitað að láta vanrækslu viðgangast. Fyrir það vil ég þakka ykkur af öllu hjarta.“

mbl.is