„Við sögðumst ætla að hækka veiðigjöldin. Við sögðumst ekki ætla að gera það svona hratt og það er það sem ég hef áhyggjur af í málinu í heild sinni,“ sagði Víðir Reynisson, þingmaður Samfylkingarinnar á ráðstefnu sem Eyjafréttir stóðu fyrir 5. júní þar sem fjallað var um veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar.
„Við sögðumst ætla að hækka veiðigjöldin. Við sögðumst ekki ætla að gera það svona hratt og það er það sem ég hef áhyggjur af í málinu í heild sinni,“ sagði Víðir Reynisson, þingmaður Samfylkingarinnar á ráðstefnu sem Eyjafréttir stóðu fyrir 5. júní þar sem fjallað var um veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar.
„Við sögðumst ætla að hækka veiðigjöldin. Við sögðumst ekki ætla að gera það svona hratt og það er það sem ég hef áhyggjur af í málinu í heild sinni,“ sagði Víðir Reynisson, þingmaður Samfylkingarinnar á ráðstefnu sem Eyjafréttir stóðu fyrir 5. júní þar sem fjallað var um veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar.
Víðir bætti við að hann vonaðist til þess að vinna atvinnuveganefndar myndi skýra málið betur áður en það kæmi til annarrar umræðu á þinginu. „Og við vitum nákvæmlega hvað það er sem við erum að fara samþykkja í þinginu.“
Víðir var gestur á fundinum ásamt öðrum þingmönnum Suðurkjördæmis, eða þeim Guðrúnu Hafsteinsdóttur, formanni Sjálfstæðisflokksins, og Vilhjálmi Árnasyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins.
„Kannski af því að ég er Eyjamaður, ég veit það ekki, ég ekkert svona rosalega svartsýnn eins og hér hefur verið málað upp í svörtustu myndunum,“ sagði Víðir og vísaði þá til þeirrar óvissu sem fyrirtækin stæðu frammi fyrir í sínum rekstri.
„Því fyrr sem að það liggur fyrir hvernig þetta mál verður því betra fyrir alla. Það er vont að vera í óvissu mjög lengi. Ég held að það sé eitthvað sem þau sem hér hafa talað og reka þessi glæsilegu fyrirtæki þekkja vel.“
„Ég er búinn að hlusta, ég mun fá gögnin, hef áður tekið við gögnunum, hef kynnt þau fyrir þeim stjórnarþingmönnum sem sitja í atvinnuveganefndinni og átt við þau gott samtal. Ég hef alveg komið mínum áhyggjum á framfæri í því sem snýr að Vestmannaeyjum og Suðurkjördæmi.“
Ræðu Víðis má sjá hér fyrir neðan.