Blokkaríbúð Höllu Hrundar seld á toppverði

Heimili | 20. júní 2025

Blokkaríbúð Höllu Hrundar seld á toppverði

Halla Hrund Logadóttir þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsetaframbjóðandi hefur selt íbúð sína í Fossvogi. Um er að ræða 90 fm íbúð sem er í blokk sem reist var 1973. Halla Hrund festi kaup á íbúðinni ásamt eiginmanni sínum, Kristjáni Frey Kristjánssyni, í apríl 2021. 

Blokkaríbúð Höllu Hrundar seld á toppverði

Heimili | 20. júní 2025

Halla Hrund Logadóttir.
Halla Hrund Logadóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Halla Hrund Logadóttir þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsetaframbjóðandi hefur selt íbúð sína í Fossvogi. Um er að ræða 90 fm íbúð sem er í blokk sem reist var 1973. Halla Hrund festi kaup á íbúðinni ásamt eiginmanni sínum, Kristjáni Frey Kristjánssyni, í apríl 2021. 

Halla Hrund Logadóttir þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsetaframbjóðandi hefur selt íbúð sína í Fossvogi. Um er að ræða 90 fm íbúð sem er í blokk sem reist var 1973. Halla Hrund festi kaup á íbúðinni ásamt eiginmanni sínum, Kristjáni Frey Kristjánssyni, í apríl 2021. 

Þau settu íbúðina á sölu á vordögum vegna fyrirhugaðra flutninga í annað hverfi. Blokkaríbúðin var töluvert til umræðu í kosningabaráttu Höllu Hrundar en talið var að fólkið í landinu tengdi betur við hana ef það vissi að hún byggi í blokk. Ekki í rjómatertuhúsi í Arnarnesinu. 

Nú er þessi fallega blokkaríbúð seld. Kaupendur eru Íris Dögg Björnsdóttir og Egill Már Halldórsson. Þau greiddu 99.400.000 kr. fyrir íbúðina. 

Smartland óskar Höllu Hrund og Kristjáni til hamingju með söluna! 

mbl.is