Katrín valdi túrkísbláan fyrir þær mæðgur

Fatastíllinn | 20. júní 2025

Katrín valdi túrkísbláan fyrir þær mæðgur

Katrín prinsessa og dóttir hennar, Karlotta prinsessa, klæddust sama túrkísbláa litnum við hina árlegu Trooping the Colour skrúðgöngu. Katrín hefur undanfarin ár valið þetta tilefni til að klæðast skærari litum en hún er vön að gera.

Katrín valdi túrkísbláan fyrir þær mæðgur

Fatastíllinn | 20. júní 2025

Karlotta og Katrín klæddust báðar bláum lit.
Karlotta og Katrín klæddust báðar bláum lit. AFP

Katrín prinsessa og dóttir hennar, Karlotta prinsessa, klæddust sama túrkísbláa litnum við hina árlegu Trooping the Colour skrúðgöngu. Katrín hefur undanfarin ár valið þetta tilefni til að klæðast skærari litum en hún er vön að gera.

Katrín prinsessa og dóttir hennar, Karlotta prinsessa, klæddust sama túrkísbláa litnum við hina árlegu Trooping the Colour skrúðgöngu. Katrín hefur undanfarin ár valið þetta tilefni til að klæðast skærari litum en hún er vön að gera.

Þúsundir manna fylgdust með konungsfjölskyldunni sem sátu í hestvögnum niður strætið sem liggur að Buckingham Palace. Í vagni Katrínar og Karlottu sátu einnig synir Katrínar og Vilhjálms, Georg og Lúðvík.

Katrín klæddist túrkísbláum ullarkjól með hvítum ermalíningum og hvítum kraga frá Catherine Walker. Walker er vön að klæða Katrínu en Díana prinsessa var einnig mikill aðdáandi franska fatahönnuðarins. Hattur Katrínar var frá Juliette Botterill. 

Eyrnalokkar Katrínar voru áður í eigu Elísabetar Bretadrottningar.

Túrkísblá föt Katrínar slógu í gegn.
Túrkísblá föt Katrínar slógu í gegn. AFP

Reynir að finna jafnvægi

Katrín hefur einbeitt sér að því síðustu mánuði að ná fullri heilsu eftir að hún greindist með krabbamein. Hún tilkynnti í gær að hún hygðist ekki mæta á kappreiðarnar í Royal Ascot sem er einn frægasti íþróttaviðburður Englands. 

mbl.is