Kristrún réð stílista í vinnu

Fatastíllinn | 20. júní 2025

Kristrún réð stílista í vinnu

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra kom eins og stormsveipur inn í Samfylkinguna árið 2022 þegar hún varð formaður flokksins. Eitt af hennar fyrstu verkum sem forsætisráðherra var að ráða stílista til starfa, Huldu Halldóru Tryggvadóttur

Kristrún réð stílista í vinnu

Fatastíllinn | 20. júní 2025

Samsett mynd

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra kom eins og stormsveipur inn í Samfylkinguna árið 2022 þegar hún varð formaður flokksins. Eitt af hennar fyrstu verkum sem forsætisráðherra var að ráða stílista til starfa, Huldu Halldóru Tryggvadóttur

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra kom eins og stormsveipur inn í Samfylkinguna árið 2022 þegar hún varð formaður flokksins. Eitt af hennar fyrstu verkum sem forsætisráðherra var að ráða stílista til starfa, Huldu Halldóru Tryggvadóttur

Áður en Kristrún hellti sér út í pólitík hafði hún komið víða við í atvinnulífinu. Þessi klára og kraftmikla kona var áður aðalhagfræðingur Kviku banka og hafði starfað sem hagfræðingur á erlendum vettvangi. Þar á meðal í tveimur helstu tískuborgum heims; Lundúnum og New York. Sem heimsdama vissi hún hvernig kaupin gerast á eyrinni í hagfræðiheiminum en það þarf önnur efni, önnur snið og aðrar áherslur í fatasaumi ef markmiðið er að ná til fólksins í landinu. Það þarf ákveðið yfirbragð sem er sambland af trausti, heiðarleika og auðmýkt.

Pallíettur Kristrún skein skært í 54.000 króna pallíettublússu frá Polo …
Pallíettur Kristrún skein skært í 54.000 króna pallíettublússu frá Polo Ralph Lauren.

Hulda Halldóra ræst út

Fyrstu ummerkin um að Kristrún væri komin með stílista í vinnu sáust á kosningavöku Samfylkingarinnar. Þetta var augnablikið þegar hún mætti í blásvartri pallíettublússu frá Ralph Lauren. Smartland sagði frá því að Kristrún hefði neglt sig inn í ríkisstjórn í þessari pallíettublússu sem er náttúrlega satt.

Hulda Halldóra Tryggvadóttir stílisti valdi þessa pallíettublússu. Hún hefur komið víða við í tískuheiminum og stíliserað auglýsingar og hannað útlit fyrir herferðir en áður en stílistavinnan varð að hennar aðalstarfi var hún fyrirsæta. Hún var til dæmis eitt af andlitum herferðar Bláa lónsins Fegurðin kemur að innan.

Stílhrein Það má treysta því að Kristrún er ávallt snyrtileg …
Stílhrein Það má treysta því að Kristrún er ávallt snyrtileg og stílhrein til fara í fötum sem klæða hana vel.

Á 17. júní klæddist Kristrún beige-lituðu prjónadressi og var í kápu yfir í sama lit. Kápan var tandurhrein og vel pressuð. Við dressið var hún í brúnum leðurstígvélum sem náðu upp að hnjám og komu undan prjónadressinu. Það er nefnilega ekkert eins kauðslegt og þegar bil skapast á milli stígvéla og pils eða kjóls þannig að það myndist 20 cm svæði sem ekkert er að gerast á. Þetta vita þeir sem hafa næmt auga fyrir fegurð.

Bresk hönnun Ljósgrár kjóll frá breska fatamerkinu Fold er bæði …
Bresk hönnun Ljósgrár kjóll frá breska fatamerkinu Fold er bæði fínlegur og kvenlegur.
Formenn fagna Ljósi liturinn hefur einkennt fataskáp Kristrúnar síðustu mánuði.
Formenn fagna Ljósi liturinn hefur einkennt fataskáp Kristrúnar síðustu mánuði.
Gleði Kristrún fagnar sigri í pallíettublússunni sem hún telur líklega …
Gleði Kristrún fagnar sigri í pallíettublússunni sem hún telur líklega vera mikinn lukkugrip.
Stílisti Hulda Halldóra hefur lengi verið viðloðandi tískuheiminn hér á …
Stílisti Hulda Halldóra hefur lengi verið viðloðandi tískuheiminn hér á landi og komið víða við.
Upp að hálsi Föt Kristrúnar fara yfirleitt vel við stuttklippt …
Upp að hálsi Föt Kristrúnar fara yfirleitt vel við stuttklippt hárið.
mbl.is