Árni Páll Árnason, eða Herra hnetusmjör eins og hann kallar sig, og hans fagra sambýliskona, Sara Linneth Lovísudóttir Castaneda hafa selt penthouse-íbúð sína í Kópavogi. Um er að ræða 168 fm íbúð á efstu hæð í blokk við Hafnarbraut í Kópavogi. Blokkin sjálf var reist 2024.
Árni Páll Árnason, eða Herra hnetusmjör eins og hann kallar sig, og hans fagra sambýliskona, Sara Linneth Lovísudóttir Castaneda hafa selt penthouse-íbúð sína í Kópavogi. Um er að ræða 168 fm íbúð á efstu hæð í blokk við Hafnarbraut í Kópavogi. Blokkin sjálf var reist 2024.
Árni Páll Árnason, eða Herra hnetusmjör eins og hann kallar sig, og hans fagra sambýliskona, Sara Linneth Lovísudóttir Castaneda hafa selt penthouse-íbúð sína í Kópavogi. Um er að ræða 168 fm íbúð á efstu hæð í blokk við Hafnarbraut í Kópavogi. Blokkin sjálf var reist 2024.
Herra hnetusmjör rappaði um íbúðina í laginu Elli Egils og er þá að vísa í heita pottinn á svölunum íbúðarinnar sem þykir heilmikill lúxus. Á svölunum er þó ekki bara heitur pottur heldur líka saunu-klefi.
Heimili Árna Páls og Söru er smekklega innréttað með fallegum húsmunum, skrauti og listaverkum. Og að sjálfsögðu er verk eftir Ella Egils á besta stað í stofu.
„Ég set búnt á skenkinn, Elli Egils á vegginn,“ segir í laginu.
Nú hefur íbúðin verið seld. Kaupendur eru Jakob Ágústsson og Priyanka Thapa. Þau greiddu 157.000.000 kr. fyrir íbúðina og fylgdu gluggatjöld með í kaupunum.
Árni Páll og Sara hafa fest kaup á einbýlishúsi í Kópavogi, ef marka má kaupsamning á íbúðinni við Hafnarbraut. Það er þó ekki búið að þinglýsa kaupsamningi hússins.
Það var hinsvegar fjallað um þetta einstaka einbýli á Smartlandi þegar það var sett á sölu. Um er að ræða 274 einbýli sem var í eigu Gerðar G. Óskarsdóttur doktors í menntunarfræðum. Húsið var reist var 2009 og er á skjólsælum stað í hverfinu. Það var selt í nóvember 2024 á 270 milljónir.