Stjórnarandstöðuþingmenn þeir einu á mælendaskrá

Alþingi | 21. júní 2025

Stjórnarandstöðuþingmenn þeir einu á mælendaskrá

Þingfundur hófst á Alþingi klukkan 10:30 í morgun þar sem önnur umræða um frumvarp atvinnuvegaráðherra um veiðigjöld er eina málið á dagskrá. 

Stjórnarandstöðuþingmenn þeir einu á mælendaskrá

Alþingi | 21. júní 2025

Ólíklegt er að boðað verði til þingfundar á morgun, sunnudag.
Ólíklegt er að boðað verði til þingfundar á morgun, sunnudag. mbl.is/Karítas

Þingfundur hófst á Alþingi klukkan 10:30 í morgun þar sem önnur umræða um frumvarp atvinnuvegaráðherra um veiðigjöld er eina málið á dagskrá. 

Þingfundur hófst á Alþingi klukkan 10:30 í morgun þar sem önnur umræða um frumvarp atvinnuvegaráðherra um veiðigjöld er eina málið á dagskrá. 

Þingmenn stjórnarandstöðunnar eru þeir einu á mælendaskrá í dag. Veiðigjöldin voru einnig til umræðu á þinginu í gærkvöldi en fundi var slitið rétt upp úr klukkan 21. Stjórnarandstöðuþingmenn voru jafnframt þeir einu á mælendaskrá um málið í gær.

Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, sagði í samtali við mbl.is að „afar litlar líkur“ væru á því að þingfundur yrði haldinn á morgun, sunnudag. Um síðustu helgi var boðað til þingfundar á sunnudegi en afar fáheyrt er að svo sé gert. 

mbl.is