Tekist var á um veiðigjöld undir liðnum fundarstjórn forseta á Alþingi í dag en veiðigjöldin eru á dagskrá í þinginu seinna í dag.
Tekist var á um veiðigjöld undir liðnum fundarstjórn forseta á Alþingi í dag en veiðigjöldin eru á dagskrá í þinginu seinna í dag.
Tekist var á um veiðigjöld undir liðnum fundarstjórn forseta á Alþingi í dag en veiðigjöldin eru á dagskrá í þinginu seinna í dag.
Þingmenn stjórnarandstöðunnar voru í talsverðum meirihluta þeirra sem tóku til orðs og gagnrýndu sérstaklega að tölur í útreikningum á hækkun veiðigjalda væru á reiki og því ómögulegt að taka málið fyrir á þinginu.
Beindi stjórnarandstaðan ræðum sínum að Þórunni Sveinbjarnardóttur, forseta þingsins, um að ekki væri hægt að fjalla um málið ef upplýsingar sem málið byggir á lægju ekki fyrir.
Stjórnarandstaðan tók fram að ástæðan fyrir því að þau vildu ekki að málið yrði tekið í gegn óbreytt væri vegna ófyrirséðra afleiðinga af frumvarpinu á landsbyggðina.
Stjórnarliðar sögðu stjórnarandstöðu augljóslega stunda málþóf. Það væri gert til að vernda stórútgerðina.
Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, óskaði eftir því að forseti þingsins myndi ræða við stjórnarandstöðuna og útskýra fyrir henni hvernig þingleg meðferð færi fram. Taka ætti veiðigjöldin fyrir seinna í dag og ætti umræðan um það mál að fara fram þar.